Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 181

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 181

hendricks-vs-lawlerAnnað kvöld fer fram UFC 181 í Las Vegas. MMA aðdáendur hafa beðið eftir kvöldinu með mikilli eftirvæntingu enda er hér um að ræða eitt stærsta bardagakvöld ársins. Hvorki meira né minna en tveir titilbardagar prýða kvöldið en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessu bardagakvöldi.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 í nótt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrstu upphitunarbardagar kvöldsins hefjast á miðnætti.

  • Strikeforce meistarinn fær annað tækifæri: Gilbert Melendez var sigursælasti meistarinn í Strikeforce, en hann varði titilinn sex sinnum og mætti til leiks í UFC sem ríkjandi meistari. Melendez veit að hann fær kannski aldrei aftur tækifæri til að skora á UFC meistara og mun leggja allt í að sigra Anthony Pettis.
  • Showtime Pettis ver titilinn: UFC meistarinn í léttvigt, Anthony Pettis, er þekktur fyrir magnaða takta í búrinu sem enginn getur leikið eftir. Hvort sem það eru hárnákvæm og tæknilega fullkomin spörk í skrokkinn eða einhvers konar loftfimleikar þar sem hann stekkur af búrinu, Pettis er “must see tv” sem enginn má missa af.
Showtime-knee
Showtime hnéð
  • Hendricks og Lawler endurtaka leikinn: Allir sem sáu fyrsta bardagann á milli þessa tveggja vita hverslags lúxus bardagi er framundan. Þetta eru tveir af þeim höggþyngstu í veltivigt og jafnframt þeim hörðustu, stál í stál. Það er ólílegt að þessi bardagi verði eitthvað minna en frábær. Ekki blikka.
  • Mikilvægur bardagi í þungavigt: Það bætir alltaf skemmtilegu kryddi í gott bardagakvöld að fá gæða bardaga í þungavigt. Það eru tveir slíkir á aðal bardagakvöldinu en það er fyrst og fremst bardagi Travis Browne og Brendan Schaub sem skiptir máli, þ.e. ef Browne vinnur. Takist honum það er hann sennilega ekki meira en einum sigri frá því að skora á titil.
  • Faber lætur ljós sitt skína: Urijah Faber mætir Francisco Rivera í spennandi bardaga sem fáir eru að tala um. Faber er litríkur og skemmtilegur bardagamaður sem yfirleitt valtar yfir alla en hefur átt í vandræðum með ríkjandi meistara. Andstæðingurinn að þessu sinni er mikill rotari svo það verður gaman að sjá hvernig Faber bregst við.
faber
Faber neglir Bowles
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular