0

Kevin Lee náði vigt með herkjum

Kevin Lee var í basli með að ná léttvigtartakmarkinu fyrir titilbardaga sinn gegn Tony Ferguson. Lee var einu pundi yfir í fyrstu atrennu en fékk auka klukkutíma og náði tilsettri þyngd í seinni tilraun.

Þeir Kevin Lee og Tony Ferguson mætast í aðalbardaganum á UFC 216 annað kvöld. Bardaginn fer fram í 155 punda léttvigt og þar sem um titilbardaga er að ræða þurftu báðir bardagamenn að vera slétt 155 pund (eða undir). Tony Ferguson var akkúrat 155 pund (70,5 kg) en Kevin Lee var 156 pund.

Hann var því ekki í tilsettri þyngd og var óvíst hvort titilbardaginn færi fram. Lee fékk hins vegar klukkutíma til að ná auka pundinu af sér eða til 12:15 í Las Vegas.

Lee tók sér sinn tíma til að ná pundinu af og var ekki mættur í vigtunina fyrr en 12:10. Lee náði hins vegar tilsettri þyngd en hann var 154,5 pund og fer titilbardaginn því fram eins og til stóð.

Bob Bennett, yfirmaður íþróttasambands Nevada fylkis, sagði eftir á að tveir læknar hefðu metið ástand Lee eftir fyrri tilraun hans og var honum leyft að taka eitt pund af sér í viðbót. Bennett gaf því Lee klukkutíma til að komast í rétta þyngd eftir leyfi lækna.

Lee var kokhraustur í gær og sagðist eiga „auðveld“ 19 pund (8,6 kg) eftir. Sem betur fer náði Lee vigt að endanum og fer titilbardaginn fram annað kvöld.

Fella þurfti niður bardaga Will Brooks og Nik Lentz sem fara átti fram á UFC 216. Brooks náði vigt en Lentz mætti ekki í vigtun og var sagður ófær um að keppa.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.