Tuesday, May 21, 2024
HomeForsíðaBjörn Þorleifur fær andstæðing á síðustu stundu

Björn Þorleifur fær andstæðing á síðustu stundu

Björn Þorleifur Þorleifsson var rétt í þessu að fá staðfestan andstæðing fyrir FightStar bardagakvöldið annað kvöld.

Eins og við greindum frá í gær hætti andstæðingur Björn Þorleifs (1-1) við áætlaðan bardaga þeirra. Andstæðingurinn meiddist á öxl fyrr í vikunni og gat því ekki barist. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Björn sem var tiltölulega nýkominn til London þegar hann fékk fréttirnar.

Sem betur fer hefur tekist að fá nýjan andstæðing fyrir Björn. Sá heitir Nazir Saddique og verður þetta fyrsti MMA bardagi hans. Saddique er 29 ára gamall og með bakgrunn í boxi.

Upprunalega átti Björn að keppa í 77 kg veltivigt en þessi bardagi mun fara fram í hentivigt. Það verða því fimm Íslendingar í eldlínunni annað kvöld á FightStar 12 bardagakvöldinu í London.

Nazir Saddique.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular