Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaBjörn Þorleifur og Ingþór án andstæðings fyrir FightStar á laugardaginn

Björn Þorleifur og Ingþór án andstæðings fyrir FightStar á laugardaginn

Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingþór Örn Valdimarsson áttu að berjast á FightStar bardagakvöldinu á laugardaginn. Því miður geta andstæðingar þeirra ekki barist og eru þeir því án andstæðings.

Björn Þorleifur (1-1) hélt utan til Englands í dag en hann átti að mæta John Sutton (0-0) í veltivigt. Sutton hefur því miður dregið sig úr bardaganum og er verið að leita að nýjum andstæðingi fyrir Björn.

Þetta er í annað sinn sem Björn lendir í þessu. Björn átti að keppa í Færeyjum í maí en aðeins nokkrum dögum fyrir bardagann hætti andstæðingurinn við. Eins og segir er verið að leita að andstæðingi fyrir Björn og hefur Björn sagt að hann væri til í að mæta Brock Lesnar ef þess þarf.

Ingþór hefur tvívegis misst andstæðinga sína á þessu bardagakvöldi og mun hann ekki fá bardaga að þessu sinni. Ingþór hefur æft af miklu kappi fyrir bardagakvöldið en mun ekki fá að berjast að þessu sinni. Ingþóri hefur þó verið lofað að fá bardaga á næsta FightStar bardagakvöldi þann 9. desember.

Enn sem komið er eru fjórir Íslendingar með bardaga á laugardaginn og mun þeim vonandi ekki fækka.

Bjarki Þór Pálsson (3-0) gegn Quamer ‘Machida’ Hussein (6-2)
Bjarki ‘Big Red’ Pétursson (1-0) gegn Norbert Novenyi (2-0)
Þorgrímur ‘Baby Jesus’ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3)
Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1) gegn Farukh Aligadjiev (5-0)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular