0

Carlos Condit snýr aftur gegn Neil Magny á UFC 219

Carlos ‘The Natural Born Killer’ Condit snýr aftur í búrið gegn Neil Magny á UFC 219 þann 30. desember. Þetta verður hans fyrsti bardagi eftir 16 mánaða fjarveru frá búrinu.

Carlos Condit hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum, titilbardaga gegn Robbie Lawler á UFC 195 sem var valinn bardagi ársins 2016 og svo gegn Demian Maia eftir hengingu í fyrstu lotu. Condit íhugaði að hætta eftir tapið gegn Maia en hefur nú ákveðið að snúa aftur.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir bardagaáhugamenn þar sem Condit hefur þótt einn sá mest spennandi í veltivigtinni um árabil. Andstæðingur hans að þessu sinni verður Neil Magny en Magny skipar 10. sæti styrkleikalistans og tapaði síðast fyrir Rafael dos Anjos í september.

UFC 219 fer fram í Las Vegas þann 30. desember en auk Condit og Magny hefur bardagi á milli fyrrum bantamvigtarmeistarans Dominick Cruz og Jimmie Rivera verið staðfestur.

Comments

comments

Arnþór Daði Guðmundsson

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.