spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib: Berst ef þeir senda mér staðsetningu

Khabib: Berst ef þeir senda mér staðsetningu

Khabib Nurmagomedov er ekki alveg tilbúinn að gefast upp á að berjast á UFC 249. Ef UFC finnur stað þar sem hann getur ferðast til mun hann berjast.

Khabib Nurmagomedov er í Rússlandi núna en á mánudaginn var landamærum landsins lokað vegna kórónaveirunnar.

Khabib sagði í samtali við ESPN í kvöld að hann sé ekki búinn að gefa upp vonina ennþá á að berjast.

„Ef þeir senda mér stað, ef ég kemst frá Rússlandi mun ég berjast eins og staðan er núna. 100%, sendið mér staðsetningu,“ sagði Khabib.

Khabib heldur áfram að æfa í Dagestan og er ennþá til í að mæta Tony Ferguson ef hann getur komist þangað. Enn er ekki vitað hvar UFC 249 á að fara fram en bardagakvöldið á að eiga sér stað þann 18. apríl.

Khabib spyr Dana White, forseta UFC, á hverjum degi hvort nýr staður sé kominn fyrir bardagakvöldið en hefur ekki fengið nein svör ennþá.

Eins og staðan er núna er vonin veik en Khabib er í það minnsta ekki tilbúinn að gefast upp þó hann sé fastur í Rússlandi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular