Khabib Nurmagomedov var ekki mikið að velta sér upp úr hegðun Conor McGregor í gær. Conor McGregor mætti óvænt til New York og veittist að rútu með Khabib innbyrðis.
UFC 223 fer fram í Barclays Center á laugardaginn í Brooklyn í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um léttvigtartitilinn.
Ríkjandi léttvigtarmeistari, Conor McGregor, mætti óvænt í Barclays Center í gær og var með mikil læti. Conor mætti með hóp með sér og réðust þeir að rútunni með Khabib innanborðs. Heimildir herma að Conor sé slétt sama um beltið en hafi verið ósattur með framkomu Khabib í garð vinar síns og æfingafélaga, Artem Lobov, fyrr í vikunni.
Khabib hafði ekki miklar áhyggjur af framkomu Conor og hló að þessu er hann spjallaði við Ariel Helwani í gær.
„Ég hlæ bara að þessu. Af hverju braustu rúðu? Komdu í rútuna, þú veist að UFC myndi aldrei hleypa þér í rútuna. Af hverju kemuru ekki í rútuna ef þú ert alvöru þorpari?“
Þá virtist Khabib hafa litlar áhyggjur af árásinni á rútuna enda á Khabib ekkert í umræddri rútu. „Brooklyn er alvöru þorparastaður. Viltu ræða við mig? Sendu mér staðsetningu og ég mæti, ekkert mál. Svona ólst ég upp. Ég ólst ekki upp við að kasta stólum í rúður. Þetta var ekki mín rúta.“