spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib um Conor: Hann þarf að hætta að éta Burger King

Khabib um Conor: Hann þarf að hætta að éta Burger King

Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í gær. Khabib vill fá stóran bardaga gegn Conor á árinu til að klára þeirra mál.

Khabib Nurmagomedov átti annasama viku. Hann fékk þrjá mismunandi andstæðinga í vikunni og endaði á að vinna Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun í nótt. Hann er þar með óumdeilanlegur léttvigtarmeistari UFC en þeir Conor McGregor og Tony Ferguson hafa báðir verið sviptir sínum titlum.

Í viðtalinu í búrinu eftir bardagann vildi Khabib fá Georges St. Pierre í Madison Square Garden. Bardagi gegn Conor vofir einnig yfir Khabib enda eiga þeir sér langa sögu.

„Við þurfum að klára okkar mál. Hann þarf að hætta að éta Burger King. Viltu berjast? Komdu þá. Ég hef áður sagt við ykkur að ég ætli að lítillækka hann. Ég sagði ykkur að ég ætlaði að breyta leiknum. Núna er bara einn meistari, enginn gervi meistari. Enginn meistari sem ver aldrei beltið sitt. Núna er UFC með meistara sem vill verja beltið sitt. Viltu berjast? Komdu þá aftur,“ sagði Khabib og beindi orðum sínum að Conor McGregor.

Khabib er til í að mæta Conor, hvort sem það er innan eða utan búrsins. Þá lagði hann til að næst þegar Conor myndi ráðast á sig ætti hann að gera það þegar hvorki öryggisgæsla né myndavélar eru til staðar.

„Ég vona að hann berjist aftur. Við verðum að berjast. Fara í heimstúr út um allt, Tokyo, Moskvu, Dublin, Los Angeles, Rio. Stóran heimstúr til að kynna bardagann og berjast svo í lok árs í stærstu höll heims, Madison Square Garden. Hví ekki? Eða jafnvel í Saír eða á Filippseyjum, skiptir ekki máli hvar, ég er hér. Vill hann verða léttvigtarmeistari aftur? Þá þarf hann að berjast við mig. Ekki meira af þessu gervimeistara kjaftæði. Hann þarf að grátbiðja mig.“

„Við verðum að klára þetta. Þetta verður mjög stór bardagi. Ég er tilbúinn fyrir þetta. September í Moskvu, nóvember í New York. Eða í Afríku, hér er ég.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular