spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn berst á laugardaginn: Drullu erfitt að fá bardaga og tækifæri

Kolbeinn berst á laugardaginn: Drullu erfitt að fá bardaga og tækifæri

Mynd: Baldur Kristjánsson.

Þungavigtarboxarinn Kolbeinn Kristinsson er loksins kominn með sinn næsta bardaga. Bardaginn kemur fljótt upp og mætir hann Ungverjanum Gyorgy Kutasi á laugardaginn.

Kolbeinn (10-0 sem atvinnumaður) hefur ekki stigið fæti í hringinn síðan hann sigraði Gennadi Mentsikainen í maí 2018. Kolbeinn, sem er einn af tveimur Íslendingum sem keppir sem atvinnumaður í boxi ásamt Valgerði Guðsteinsdóttur, hefur lengi verið í leit að bardaga.

„Ég var með ‘kannski’ status á bardaga 15. júní í Bandaríkjunum og byrjaði að undirbúa mig fyrir þann bardaga í byrjun maí en í byrjun júní var því aflýst. Ég ákvað samt að halda áfram að æfa og freista gæfunnar að fá bardaga í Evrópu í staðinn. Í byrjun júní fékk ég á tilfinninguna að ég væri að fá bardaga og þurfti að sparra og eins og staðan er akkurat núna þá er ekkert sparr fyrir mig á Íslandi þannig að þann 9. júní flaug ég til Álandseyja til að sparra við Robert Helenius. Sama dag fékk Robert staðfest að hann væri að fara berjast við Gerald Washington í júlí og báðu mig um að vera lengur,“ segir Kolbeinn.

Mynd: Af Facebook síðu Kolbeins.

Kolbeinn var því staddur á Álandseyjum í gær en í dag, fimmtudag, hófst ferðalagið hans til Ungverjalands þar sem bardaginn fer fram. Kolbeinn hefur margoft dvalið á Álandseyjum þar sem hann æfir með Robert Helenius. Umboðsmaður Helenius útvegaði honum þennan bardaga en Kolbeinn er ekki með neinn umboðsmann á þessari stundu.

„Þegar þú ert hvorki með umboðsmann né promotor þá er drullu erfitt að fá bardaga og tækifæri. Sem fyrir aktífan fighter er helvítis ströggl, en ég hef ekki látið það á mig fá heldur bara unnið harðar og núna sé ég loksins fyrir endanum á þessum part af strögglinu allavega. En síðan þá hef ég verið að æfa eins og skepna farandi út í æfingabúðir m.a til Flórída í janúar.“

Andstæðingurinn Gyorgy Kutasi er 4-11 sem atvinnumaður og ekkert sérstaklega hátt skrifaður. Sjálfur segir Kolbeinn þetta vera „tune up“ bardagi þegar hann tilkynnti bardagann á sínum miðlum sem á að koma vélinni í gang áður en hann fer á móti hættulegri andstæðingum. En hvernig er hugarfarið fyrir bardagann ef þetta er bara upphitunarbardagi fyrir það sem koma skal?

„Mér finnst rosalega hættulegt að horfa framhjá bardögum og andstæðingum. Allt getur gerst og allir eru hættulegir. One fight at a time, og að kalla bardaga tune-up er eins langt og ég er tilbúinn að fara með það. Í raun er það að segja að þetta eru ekki gaurarnir sem ég sækist eftir að berjast á móti fight eftir fight. En allt getur gerst og ég fer í þetta með hausinn 100% að klára þetta.“

Þrátt fyrir skort á bardögum hefur Kolbeinn ekki setið auðum höndum og tekið miklum framförum. „Síðan ég fór að æfa hjá Sugar Hill Steward í Kronk í Bandaríkjunum fyrst í oktober og svo í 5 vikur í byrjun árs þá hefur margt breyst. Tæknilega er ég búinn að bæta mig meira en ég get talað um, svo því til hliðar tók ég líkamlega partinn upp á annað level. Þannig núna er ég stærri, sterkari og miklu, miklu betri boxari en ég var í síðasta bardaga.“

Bardaginn fer fram á laugardaginn í Ungverjalandi en nánari tímasetning kemur þegar nær dregur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular