spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn kominn með bardaga á stóru bardagakvöldi í Danmörku

Kolbeinn kominn með bardaga á stóru bardagakvöldi í Danmörku

gunnar kolli
Mynd: Af Facebook síður Gunnars Kolbeins

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson mun berjast sinn sjötta atvinnubardaga þann 4. júní. Bardaginn fer fram í Kaupmannahöfn á stóru bardagakvöldi.

Kolbeinn Kristinsson (5-0) mætir Dananum Kim Thomsen (4-0) sem á gríðarlega farsælan áhugamannaferil að baki. Thomsen er enn ósigraður sem atvinnumaður og verður þetta erfiðasti andstæðingur Kolbeins hingað til.

Kolbeinn sigraði sinn síðasta bardaga snemma í fyrstu lotu í Finnlandi. Fyrir þann bardaga dvaldi Kolbeinn í Finnlandi í æfingabúðum með þungavigtarmanninum Robert Helenius.

Sjá einnig: Kolbeinn – Toppurinn er ekki bara fjarlægur draumur

„Í seinasta bardaga þá rotaði ég andstæðinginn strax í fyrstu lotu og var varla byrjaður að svitna þegar bardaginn var búinn. Ég fann að undirbúningur minn fyrir hann var gríðarlega góður og upplifði skýrt að ég var kominn upp á næsta stig,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu.

„Núna er ég búinn að vinna fyrstu fimm bardagana mína og þess vegna er verið að para mig á móti andstæðing sem er á uppleið. Ég óttast þennan andstæðing hins vegar ekki neitt. Ég er í frábæru formi og er fullviss um að það verður höndin á mér sem verður upprétt þegar bardaganum lýkur.“

Danski umboðsmaðurinn Mogens Palle stendur fyrir bardagakvöldinu en hann hefur haldið box bardagakvöld með stjörnum á borð við Muhammad Ali, Mike Tyson, Lennox Lewis, Evander Holyfield og fleirum. Það er því stórt tækifæri fyrrr Kolbein að berjast á bardagakvöldi hjá Palle.

Kolbeinn mun halda til Danmerkur á föstudaginn þar sem lokaundirbúningurinn fyrir bardagann fer fram. Bardaginn fer fram í hinu fornfræga húsi Frederiksberg Hallen í Kaupmannahöfn þann 4. júní.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular