0

Kolbeinn Kristinsson loksins kominn með staðfestan bardaga

Kolbeinn Kristinsson er loksins kominn með staðfestan bardaga. Kolbeinn mætir efnilegum Finna í Finnlandi þann 26. maí.

Kolbeinn Kristinsson (9-0) stígur í hringinn á ný eftir rúmlega árs fjarveru. Andstæðingur Kolbeins er 27 ára Finni, Gennadi Mentsikainen (5-1), sem þykir mjög efnilegur og er ein helsta vonarstjarna Finna á sviði hnefaleika.

Kolbeinn, sem verður þrítugur á árinu, er farsælasti hnefaleikamaður fyrr og síðar á Íslandi. Hann er ósigraður á sínum atvinnuferli og er nú að gera sig kláran í sinn tíunda bardaga. Talsvert er liðið frá því að Kolbeinn barðist seinast og eru ástæður þess margvíslegar. Meiðsli settu sitt strik í reikninginn og eftir að þau voru afstaðin þá hefur gengið erfiðlega að fá bardaga staðfestan. Þar til nú.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að síðustu 12 mánuðir væru búnir að auðveldir. Þetta hefur þó verið lærdómsríkt tímabil og ég er búinn að nýta tímann vel. Núna er ég orðinn algörlega meiðslafrír og er í besta formi lífs míns. Ég er sterkari, snarpari og höggþyngri en nokkru sinni fyrr og hlakka mikið til að sýna hvað ég er búinn að bæta mig mikið síðan ég barðist seinast,“ segir Kolbeinn er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Ég er svakalega ánægður að fá þennan bardaga. Ég hef vitað af Gennadi í talsverðan tíma þar sem ég æfi mikið með landa hans, Robert Helenius, og þekki orðið talsvert vel inná boxsenuna í Finnlandi. Þetta er skrambi góður boxari og alveg örugglega sá besti sem ég hef keppt við til þessa. Það óheppilega fyrir hann er að ég er líka klárlega besti gaur sem hann hefur keppt við.”

Mynd: Baldur Kristjánsson.

Kolbeinn heldur á næstu dögum í æfingabúðir til Dusseldorf í Þýskalandi. Þar mun hann æfa með Agit Kabayel sem er númer 18 á listanum yfir bestu þungavigtarboxara veraldar í augnablikinu. Kolbeinn mun æfa með honum í tvær vikur og koma svo heim aftur og klára æfingabúðirnar sínar á Íslandi áður en hann fer til Finnlands.

„Það er meiriháttar tækifæri að fá að taka þátt í æfingabúðunum hans og algjörlega það sem mig vantaði á þessum tímapunkti. Agit er að gera sig kláran í að verja Evrópumeistarabeltið sitt þannig að hann verður í sínu besta formi. Það að fá að æfa með einhverjum sem er svona hátt skrifaður er akkúrat það sem gerir mig betri. Ég mun læra mikið í þessari ferð, fá staðfestingu á því hvað það er sem ég er góður í og hvað það er sem ég þarf að bæta. Og það er mjög verðmætt.”, segir Kolbeinn.

Þetta verður því stór helgi fyrir bardagasenuna á Íslandi þar sem Kolbeinn mun berjast laugardaginn 26. maí og Gunnar Nelson mætir svo Neil Magny sunnudaginn 27. maí.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að horfa á bardaga Kolbeins kemur þegar nær dregur að bardaganum.

Mynd: Baldur Kristjánsson.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.