spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn lofar rothöggi á morgun

Kolbeinn lofar rothöggi á morgun

kolli2Boxarinn Kolbeinn Kristinsson berst sinn sjöunda atvinnubardaga á morgun. Kolbeinn mætir reyndum Georgíumanni og hefur lofað rothöggi.

Þegar við heyrðum í honum í síðustu viku var hann í þann mund að klára æfingabúðirnar sínar. Æfingabúðirnar fóru fram á Álandseyjum þar sem Kolbeinn æfði meðal annars með Robert Helenius en Finninn berst í aðalbardaga kvöldsins á morgun.

„Undangengnar vikur hafa verið draumi líkastar. Ég er búinn að hafa 100% fókus á að boxa frá morgni til kvölds og að hafa æfingafélaga eins og Robert, sem er á meðal þeirra bestu í heiminum í dag, getur ekki gert annað en að stuðla að bætingum hjá mér,“ segir Kolbeinn er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Í þessum æfingabúðum sparraði ég 80 lotur og þetta er búið að vera það langsamlega erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman lagt á mig, en djöfull er þetta búið að vera gaman! Núna er æfingabúðunum lokið og ég er bara að slaka á, nærast og stilla fókusinn fyrir bardagann. Ég hlakka mikið til að stíga í hringinn á laugardagskvöld og sýna heiminum í sjöunda skipti hvers megnugur ég er.“

kolli-walk_off_ko

Kolbeinn hefur sigrað alla sex atvinnubardaga sína en hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig á undanförnum árum til að komast þangað sem hann ætlar sér. Kolbeinn steig skrefið í atvinnumennskuna árið 2014 eftir farsælan feril í áhugamannahnefaleikum.

„Líf mitt snýst um hnefaleika og það er ekkert í heiminum sem ég vildi frekar vera að gera en akkúrat þetta. Undangengna mánuði er ég búinn að bæta mig alveg gríðarlega mikið sem boxari og jafnframt sem íþróttamaður. Ég hef meira af öllu; styrk, snerpu, tímasetningum, úthaldi, sjálfstrausti og síðast en ekki síst reynslu. Höggþunginn er búinn að aukast mikið og ég hálf vorkenni þeim sem þurfa að fá þessar bombur í sig.“

Kolbeinn mætir stórum og reynslumiklum Georgíumanni að nafni David Gegeshidze. Þetta er sterkasti andstæðingur Kolbeins hingað til en hann er með 19 sigra og 15 töp að baki. Gegeshidze er 193 cm á hæð og 110 kg en sjálfur er Kolbeinn 198 cm á hæð og 115 kg. Kolbeinn er ekki í neinum vafa um hvernig bardaginn fari.

„Ég rotaði seinustu tvo andstæðinga og ég ætla að rota þennan líka!“

Eins og áður segir fer bardaginn fram á morgun en hægt verður að fylgjast með bardaganum í beinni útsendingu hér. Áætlað er að bardagi Kolbeins byrji kl 16:50 að íslenskum tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular