Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn: Tilbúinn að stíga í hringinn og gera mitt

Kolbeinn: Tilbúinn að stíga í hringinn og gera mitt

Mynd: Af Facebook síður Kolbeins.
Mynd: Af Facebook síður Kolbeins.

Kolbeinn Kristinsson keppir sinn sjöunda atvinnubardaga í boxi eftir rúma viku. Kolbeinn keppir á Paf Boxing Gala kvöldinu þann 10. september á Álandseyjum.

Kolbeinn hefur undanfarnar fjórar vikur verið að æfa á Álandseyjum með þungavigtarmanninum Robert Helenius. Þetta er í fjórða sinn sem Kolbeinn æfir með Helenius fyrir bardaga en Helenius er einn af betri þungavigtarmönnum heims.

„Ég er búinn að taka 72 lotur af sparri núna. Ég hef aldrei æft jafn vel áður en er svo sannarlega að uppskera núna. Þolið er betra, er sterkari, beittari og fljótari en nokkru sinni fyrr og er tilbúinn að stíga í hringinn og gera mitt,“ segir Kolbeinn um undirbúninginn á Facebook síðu sinni.

Síðasta sparrið fer svo fram í dag en það er vel hugsað um Kolbein þarna úti. „Þeir borga allt fyrir mig. Flug, gistingu og mat. Hugsa um mig eins og ég sé einn af þeim þannig að kostnaðurinn hérna úti er lítill sem enginn.“

Kolbeinn keppir í þungavigtinni og er ósigraður í sex atvinnubardögum. Síðast sigraði hann Danann Kim Thomsen með rothöggi í 2. lotu en fyrir bardagann var Daninn ósigraður. Bardaginn var á stóru boxkvöldi í Danmörku og er Kolbeinn hægt og rólega að koma sér á kortið. „Ég er búinn að fá fleiri tilboð í bardaga, boð í æfingabúðir og í sparr með mönnum í Evrópu [eftir sigurinn].“

Kolbeinn mætir David Gegeshidze og er hann talsvert reyndari en Kolbeinn. „Andstæðingurinn kemur frá Georgíu og er búinn með 35 atvinnubardaga með recordið 19-15-1. Hann er búinn að berjast við mikið af góðum boxurum og ég á von á því að hann sé grjótharður.“

Eins og áður segir fer bardagann fram þann 10. september í Baltichallen höllinni í Mariehamn á Álandseyjum en samkvæmt heimasíðu Paf verða sjö bardagar á dagskrá. Kolbeinn er í fjórða bardaga kvöldsins en Robert Helenius berst í aðalbardaga kvöldsins gegn Konstantin Airich. Bardögunum verður streymt frítt á heimasíðu Paf.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular