0

Sigurvin vann glímumót í Kanada

Mynd: Örn Arnar Jónsson.

Mynd: Örn Arnar Jónsson.

Sigurvin Eðvarðsson keppti á glímumóti í Kanada um helgina og fór með sigur af hólmi.

Sigurvin er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og æfir í Mjölni. Sigurvin hélt til Kanada á dögunum en því miður féll mótið niður sem Sigurvin ætlaði að keppa á. Hann fann þó annað mót í staðinn. „Þetta var Submission only exhibition mót. Þetta var svona mót til að kynna glímu fyrir almenningi en þetta var mjög áhugavert,“ segir Sigurvin.

„Þetta var haldið utandyra í Jonathan Roger Park í Vancouver sem var mjög skemmtilegt. Þetta var svona sýningarmót þar sem allir með einhverja glímureynslu gátu skráð sig og keppt. Ég í raun bara datt á þetta fyrir tilviljun þar sem mótið sem ég ætlaði að keppa á féll niður.“

Sigurvin vann báðar glímurnar sínar á „heel hook“. „Mig langaði að prófa að æfa á nýjum stöðum og keppa eitthvað. Skellti mér einmitt á Catch Wrestling æfingar í þessari viku sem var mjög skemmtilegt.“

UFC on Fox 21 var einmitt haldið í Vancouver um síðustu helgi og var Sigurvin viðstaddur. „Það var bara bónus. Komst að því eftir að ég bókaði flugið að UFC væri einmitt í bænum á sama tíma. Þetta var rosalegt card,“ segir Sigurvin að lokum.

sigurvin

Sigurvin á kunnuglegum slóðum að fara í „heel hook“. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.