0

Mætast Robbie Lawler og Donald Cerrone í New York?

donald cerroneUFC 205 fer fram í New York og má búast við stórum nöfnum á þessu fyrsta bardagakvöldi UFC í ríkinu í langan tíma. Nú er fyrsti bardaginn sagður vera í smíðum.

MMA var loksins lögleitt í New York ríki fyrr á þessu ári. New York var lengi vel eina ríkið í Bandaríkjunum þar sem MMA var ekki leyfilegt. Um leið og MMA var lögleitt í ríkinu lofaði UFC að mæta með stóran viðburð.

Sá fer fram þann 12. nóvember í Madison Square Garden. Nú eru á kreiki sá orðrómur að Donald Cerrone og Robbie Lawler mætist það kvöld.

Sá bardagi yrði gríðarlega áhugaverður enda tveir af skemmtilegustu bardagamönnum heims. Robbie Lawler tapaði veltivigtarbeltinu í lok júlí til Tyron Woodley. Lawler var rotaður í 1. lotu en fram að tapinu hafði hann unnið fimm bardaga í röð.

Donald Cerrone hefur farið á kostum eftir að hann færði sig upp í veltivigtina úr léttvigtinni. Cerrone hefur unnið þrjá bardaga í röð og klárað þá alla. Síðast sáum við hann vinna Rick Story eftir glæsilega fléttu.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC og er einungis um orðróm að ræða. Það er þó ljóst að þetta yrði einn áhugaverðasti bardagi ársins ef af honum yrði.

Donald Cerrone var gestur Joe Rogan í hlaðvarpi hans á dögunum. Þar sagðist Cerrone vera líklegast kominn með næsta bardaga en gat ekki greint frá hver andstæðingurinn væri. Rogan virtist afar spenntur fyrir bardaganum svo hugsanlega erum við að fara að fá þennan draumabardaga.

 

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.