spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn með frumraun í Bandaríkjunum í janúar

Kolbeinn með frumraun í Bandaríkjunum í janúar

Mynd: Baldur Kristjánsson.

Kolbeinn Kristinsson er kominn á samning hjá Salita Promotions í Bandaríkjunum. Kolbeinn berst sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum þann 17. janúar.

Kolbeinn Kristinsson (11-0) hefur keppt sem atvinnumaður í boxi í nokkur ár. Hann og Valgerður Guðsteinsdóttir (4-2) eru einu íslensku atvinnumennirnir í boxi.

Kolbeinn hefur átt í erfiðleikum með að fá bardaga síðustu ár en hann hefur bara fengið einn bardaga á ári síðustu þrjú ár. Með samningnum við Salita Promotions vonast Kolbeinn eftir að fá fleiri bardaga.

„Ég vonast til að berjast eins mikið og ég get og halda áfram að þróast. Stærsta hindrunin á mínum vegi hefur verið skortur á bardögum,“ segir Kolbeinn við Ring vefinn.

Í fyrsta bardaganum hjá Salita Promotions berst Kolbeinn við Tristan James (3-3-2) í þungavigt. Bardaginn fer fram í Sloan í Iowa en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Vladimir Shishkin og Ulises Sierra.

Kolbeinn hefur undanfarið ár æft mikið hjá Javan ‘Sugar’ Hill í Kronk Gym í Detroit. Kolbeinn fór til Bandaríkjanna á dögunum og verður þar fram að bardaganum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular