spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn sagður vera 4. besti þungavigtarboxarinn á Norðurlöndum

Kolbeinn sagður vera 4. besti þungavigtarboxarinn á Norðurlöndum

Mynd: Baldur Kristjánsson.
Mynd: Baldur Kristjánsson.

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson er fjórði besti þungavigtarboxarinn á Norðurlöndum að mati danska vefmiðilsins Knock-out.dk. Kolbeinn er ósigraður í sjö viðureignum og býst við næsta bardaga í desember.

Þungavigtarboxarinn Kolbeinn Kristinsson úr Hnefaleikafélaginu Æsi hefur átt mikilli sigurgöngu að fagna á sínum atvinnuferli. Kolbeinn barðist síðast 10. september og bar þá sigurorð af þaulreyndum andstæðingi sínum David Gegeshidze með tæknilegu rothöggi í fjórðu lotu eftir að hafa haft algjöra yfirburði allan bardagann.

Orðspor Kolbeins í boxheiminum fer greinilega vaxandi en í gær birti danski vefmiðillinn yfirlitsgrein þar sem Kolbeinn var tilgreindur fjórði besti þungavigtarboxari Norðurlanda. Það er Per-Ake Persson sem ritar greinina en hann er þekktur blaðamaður innan boxheimsins og segir feril Kolbeins vera „so far, so good“. Æfingafélagi Kolbeins, Robert Helenius, er efstur á listanum en hann þykir einn fremsti þungavigtarboxarinn í heiminum um þessar mundir.

„Ég er náttúrulega í sjöunda himni með að vera settur á þennan stall í svo virtum miðli sem Knock-out er en á sama tima er ég ekkert hissa,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu.

„Ég þekki öll nöfnin sem þarna koma fram og miðað við reynslu og lengd ferils þá er þetta sennilega bara sanngjarnt mat. Höfum samt á hreinu að ég hyggst skipta við þessa menn um sæti áður en langt um líður,“ segir Kolbeinn og hlær.

„Robert þekki ég mjög vel. Hann er strangt til tekið minn helsti æfingafélagi og er náttúrulega ekki annað hægt en ná framförum þegar maður er búinn að boxa á annað hundrað æfingalota við jafn öflugan íþróttamann eins og hann. Utan hringsins erum við jafnframt mjög góðir vinir og ég á honum og hans liði mikið að þakka.“

Mynd: Baldur Kristjánsson.
Mynd: Baldur Kristjánsson.

Kolbein fer í æfingabúðir til Álandseyja í næstu viku með Robert Helenius og hans liði sem heitir Team Nordic Nightmare. Þar mun Kolbeinn dvelja í fimm vikur og mun einbeita sér eingöngu að æfingum.

„Þetta verður í annað skiptið sem ég fer í æfingabúðir með Finnunum til Álandseyja. Aðstæður þar eru eins og best er á kosið og það er séð um okkur frá A til Ö. Við þurfum ekki að spá í neinu öðru en bara að æfa, éta, skíta og sofa.“

Það styttist nú í áttunda bardaga Kolbeins sem atvinnumaður. Verið er að leggja lokahönd á samningagerð fyrir bardaga sem mun að öllum líkindum fara fram á stóru boxkvöldi í Helsinki í Finnlandi um miðjan desember. Ítarlegri upplýsingar og staðfesting má vænta fljótlega eftir helgi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular