0

Liam McGeary mætir Phil Davis í Bellator í kvöld

mcgeary-davis-bmmagraphic-750Það verður nóg um að vera í MMA heiminum um helgina. UFC heldur skemmtilegt bardagakvöld í Mexíkó annað kvöld en í kvöld fer ansi áhugaverður bardagi fram í Bellator.

Bellator 163 fer fram í kvöld og mætast þeir Phil Davis og Liam McGeary í aðalbardaga kvöldsins. Bretinn McGeary er ríkjandi meistari í léttþungavigt Bellator en þetta verður önnur titilvörnin hans. McGeary tók beltið af Emanuel Newton og kláraði svo Tito Ortiz með „inverted triangle“ hengingu í fyrra.

Hann hefur ekkert barist síðan í september 2015 þar sem hann þurfti að leyfa gömlum meiðslum að jafna sig. McGeary virkar ekki eins og flókinn maður. McGeary er ekta enskur vandræðagemsi og fannst ekki leiðinlegt á sínum yngri árum að fara í smá slagsmál um helgar á pöbbunum. Í dag er hann hæstánægður með að fá borgað fyrir að slást.

Phil Davis barðist lengi í UFC en eftir að samningur hans við bardagasamtökin rann út ákvað hann að söðla um. Davis fékk gott samningsboð frá Bellator og verður þetta fjórði bardaginn hans í Bellator á rúmu ári.

Hann byrjaði á að vinna Emanuel Newton og Francis Carmont á sama kvöldinu í september í fyrra og vann svo Muhammad ‘King Mo’ Lawal í maí. Davis er feykilega góður glímumaður en hefur kannski ekki náð sömu hæðum og búist var við. Í kvöld fær hann tækifæri á að næla sér í sinn fyrsta stóra titil í MMA og ætti þetta að verða áhugaverður bardaga milli tveggja ólíkra bardagamanna.

Phil Davis mun væntanlega freista þess að taka McGeary niður en McGeary er lunkinn af bakinu og gæti komið Davis á óvart í gólfinu. Geary er með fimm sigra eftir uppgjafartök og fimm eftir rothögg og er ósigraður. Sjálfur hefur Davis aldrei verið kláraður eins og hann kemur inn á í þessu óhefðbundna innslagi.

Bellator hefur gert vel í að kynna bardagann og gert fjögurra þátta upphitunarseríu sem sjá má hér.

1. þáttur:

2. þáttur:

3. þáttur:

4. þáttur:

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.