0

Myndband: Diego Sanchez er ennþá jafn ákáfur

Diego Sanchez mætir Marcin Held á laugardaginn á UFC bardagakvöldinu í Mexíkó. Þó þetta verði 36. bardagi Sanchez á ferlinum er ákafinn alltaf jafn mikill.

Þeir Marcin Held og Diego Sanchez mættust augliti til auglits á fjölmiðladeginum í Mexíkó í dag. Diego Sanchez tekur öllu grafalvarlega og spennti alla vöðvana í hálsinum og kjálkum í dag.

Þetta verður fyrsti bardagi Held í UFC en hann gat ekki annað en brosað yfir ákáfanum í Sanchez. Held er með 12 sigra eftir uppgjafartök og er afar fær í gólfinu.

Diego Sanchez hélt áfram að reyna að ógna Held og spurði hvort hann væri hræddur. Diego Sanchez er engum líkur og vonandi mun hann aldrei breytast.

 

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.