Kolbeinn Kristinsson sigraði Pavlo Krolenko sannfærandi eftir 5 lotur. Krolenko tók bardagann með stuttum fyrirvara, en engu að síður gaf hann sig allan í bardagann og lét Kolla vinna fyrir sigrinum.
Krolenko er með 14 töp á ferlinum, en eftir bardagann voru allir sammála um að sú tölfræði gæfi ekki rétta mynd af getu Krolenko. Krolenko var mjög þéttur, lét Kolla slá mikið í vörnina sína og reyndi að velja rétta tímann til þess að sækja á Kolla með þungum höggum.
Kolli vann fyrstu loturnar sannfærandi og byrjaði Krolenko að þreytast snemma. Það nýtti Kolli sér til að refsa honum í skrokkinn og gera kvöldið enn erfiðara fyrir andstæðinginn sinn. Undir lok fjórðu lotu og í þeirri fimmtu var Kolli sjálfur orðinn þreyttur og opnaðist vörnin hans í kjölfarið. Kolli át nokkur högg sem litu út fyrir að vera þung og tókst Krolenko að líta sannfærandi út í lok fimmtu lotu.
Áður en sjötta lotan byrjaði varð ljóst að Krolenko hafði sett allt í sölurnar til þess að standa almennilega í hárinu á Kolla og tók hann þá ákvörðun um að gefast upp. Krolenko átti ekkert eftir á tanknum, Kolli var búinn að veðra allan storminn sem hann hafði upp á að bjóða og hann vissi að hann væri undir á hjá dómurunum.
Sigurinn í höfn og Kolbeinn orðinn Baltic Union meistari!