Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentPoirier gaf Islam erfiðan bardaga

Poirier gaf Islam erfiðan bardaga

UFC 302 fór fram um helgina í Newark, New Jersey þar sem Islam Makhachev varði léttvigtarbeltið sitt gegn Dustin Poirier. Islam vann sigur með D´arce Choke uppgjafartaki í 5. lotu.

Dustin Poirier gaf Islam mögulega erfiðasta bardaga sinn, amk síðan hann var rotaður í fyrsta og eina tapi sínu á ferlinum í sínum öðrum UFC bardaga árið 2015. Það er ekki oft sem við sjáum Islam eins bólginn og blóðugan í framan eftir bardaga. Dustin Poirier átti sín augnablik í bardaganum og nefndi það eftirá að í hvert skipti sem hann stóð upp af stólnum milli lota leið honum eins og hann væri að fara að vinna. Islam náði hins vegar ótrúlegu sweep-i undir lokin og kláraði Dustin og lét því ekki þurfa koma að dómaraákvörðun en líklega hefur Dustin Poirier bara unnið eina lotu í bardaganum þó einn dómari hafi skorað bardagann jafnan komandi inní loka lotuna.

Dustin Poirier sagði að þetta gæti hafa verið hans síðasti bardagi. Það er nokkuð ólíklegt að hann fái annað tækifæri á óumdeildum titli í léttvigtinni og ef hann væri ekki að berjast fyrir það væri ekki víst hvort hann myndi halda áfram. Það þyrfti að vera eitthvað sérstakt. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist síðar í mánuðinum þegar Conor McGregor snýr aftur gegn Michael Chandler. Ef McGregor vinnur og kallar út Poirier gæti það verið hinn fullkomni endir á þessum glæsilega ferli. Þeir hafa nú þegar mæst þrisvar en Conor McGregor fótbrotnaði í síðasta bardaga þeirra og eiga þeir mögulega eitthvað óklárað eftir sín á milli.

Dustin Poirier hefur núna mætt Khabib Nurmagomedov, Charles Oliveira og Islam Makhachev fyrir óumdeilda léttvigtartitilinn þegar allir 3 hafa verið á hátindi síns ferils en ekki tekist að koma höndum sínum á óumdeilt gull.

Islam sagðist vilja fara upp um þyngdarflokk og berjast um veltivigtarbeltið næst en margir hafa bent á að Arman Tsarukyan sé næstur í röðinni í léttvigtinni og Islam ætti að einbeita sér að því að verja sitt belti í sinni deild en Dustin Poirier var í raun fyrsti alvöru léttvigtar bardagamaðurinn sem Islam ver beltið sitt gegn.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular