spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKórónaveiran hafði áhrif á æfingabúðir Weili Zhang

Kórónaveiran hafði áhrif á æfingabúðir Weili Zhang

Kínverska bardagakonan Weili Zhang átti ekki auðveldar æfingabúðir fyrir bardaga sinn gegn Joanna Jedrzejczyk en kóróna veiran setti sitt mark á æfingabúðirnar.

Weili Zhang er ríkjandi strávigtarmeistari kvenna en hún mætir Joanna Jedrzejczyk á UFC 248 um helgina. Zhang býr og æfir í Kína en hún þurfti að yfirgefa heimaslóðir vegna kórónaveirunnar samkvæmt ESPN.

Þann 1. febrúar fékk Zhang símtal frá starfsmanni UFC sem sagði henni að yfirgefa Kína strax en upphaflega ætlaði Zhang að undirbúa sig fyrir bardagann í Kína. Öllu flugi frá Kína til Bandaríkjanna hafði verið frestað eða þau blásin af.

Zhang fór strax upp í flugvél og flaug til Tælands. Þar þekkti hún engan og vissi ekki hvar hún átti að æfa. Æfingabúðirnar héldu áfram þar en aðeins í viku þar sem Zhang var aftur neydd til að flytja sig um set.

Zhang þurfti að fara til Abu Dhabi þann 7. febrúar en þar var enginn þjálfari eða aðstaða fyrir hana að æfa fyrst um sinn. Zhang æfði á hótelinu sínu og gerði það besta í stöðunni.

Eftir tvær vikur í Abu Dhabi komst hún til Bandaríkjanna þann 22. febrúar og fóru síðustu tvær vikurnar í æfingabúðunum fram í Bandaríkjunum.

Þetta er ekki besti undirbúningur sem meistari gæti óskað sér en Zhang segir að þetta verði í góðu lagi. Zhang íhugaði ekki að fresta bardaganum og verður áhugavert að sjá hvernig hún kemur til leiks á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular