Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Jose Aldo á skilið að mæta Henry Cejudo

Dana White: Jose Aldo á skilið að mæta Henry Cejudo

Jose Aldo fær titilbardaga gegn Henry Cejudo þrátt fyrir að hafa tapað tveimur bardögum í röð. Dana White ver ákvörðun UFC að gefa honum titilbardaga.

Bantamvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætir Jose Aldo á UFC 250 í maí í Brasilíu. Jose Aldo barðist sinn fyrsta bardaga í bantamvigt í desember þegar hann tapaði fyrir Marlon Moraes eftir klofna dómaraákvörðun. Aldo er goðsögn í íþróttinni en hann var fjaðurvigtarmeistari UFC um árabil.

Þrátt fyrir að áskorendur eins og Petr Yan og Aljamain Sterling verðskuldi titilbardaga fær Aldo bardagann gegn Cejudo.

„Að mínu mati vann Aldo bardagann [gegn Moraes]. Ég held að dómararnir hafi haft rangt fyrir sér og Aldo vann. Cejudo er sammála og hann lét mig vita strax eftir bardagann að Aldo hafi unnið. Cejudo vill fá Aldo og vill berjast við goðsögn,“ sagði Dana White.

Jose Aldo er 33 ára gamall og hefur tapað tveimur bardögum í röð (gegn Moraes og Alexander Volkanovski). Þessi ákvörðun UFC hefur verið gagnrýnd en Dana virðist vera slétt sama.

„Ekki horfa ef þetta er ekki að ykkar skapi. Fólk veit ekki neitt. Þetta verður ótrúlegur bardagi. Aldo á þetta skilið og Cejudo vill þetta. Gæjinn sem vann tvö belti í tveimur flokkum vill fá Aldo. Cejudo er ekki að leita að auðveldum bardögum.“

Þeir Petr Yan og Aljamain Sterling munu þó ekki sitja auðum höndum á meðan. Petr Yan mætir fyrrnefndum Marlon Moraes í Kasakstan í sumar en það verður aðalbardagi kvöldsins. Þá er talið að Sterling mæti Corey Sandhagen en óljóst er hvenær sá bardagi færi fram.

UFC 250 fer fram þann 9. maí í Sao Paulo í Brasilíu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular