spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKron Gracie er vanur pressunni

Kron Gracie er vanur pressunni

Kron Gracie mætir Cub Swanson á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Kron hefur upplifað pressu alla sína ævi og vildi fá öflugan andstæðing.

Kron Gracie er sonur Rickson Gracie. Rickson er ein af mestu goðsögnunum í sögu BJJ en Kron fékk svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu 19 ára gamall frá pabba sínum.

Kron er 5-0 í MMA og einn mest spennandi fjaðurvigtarmaður UFC í dag þrátt fyrir að vera orðinn 31 árs gamall. Kron barðist sinn fyrsta MMA bardaga árið 2014 og hefur oft liðið langt á milli bardaga hjá honum. Hans fyrsti bardagi í UFC var í febrúar þegar hann sigraði Alex Caceres með uppgjafartaki í 1. lotu.

Kron hefði getað barist fyrr en hann vildi bíða eftir rétta andstæðingnum. Inn kemur Cub Swanson en hann hefur verið í UFC frá 2011 og var á sínum tíma með þeim bestu í fjaðurvigtinni.

Kron er áhugaverður karakter og spáir lítið í öðru en að æfa og bæta sig. Hann er þreyttur á samfélagsmiðlum og endalausum viðtölum sem fylgja starfinu. Saga hans er vel þekkt og hefur alltaf verið ákveðin pressa á honum vegna nafnsins. Frá 9 ára aldri þegar Kron var fyrst að keppa í BJJ beindust allra augu að honum og er hann því vanur pressunni.

Þó Cub Swanson sé þekkt nafn hefur hann strögglað í síðustu bardögum. Fjögur töp í röð er ekkert sérstakt en töpin hafa komið gegn sterkum andstæðingum á borð við Max Holloway, Brian Ortega og Renato Moicano.

Swanson vill eðlilega vera upp á sitt besta í gólfglímunni gegn Kron en Swanson hefur verið svart belti í BJJ í nokkur ár. Hann fékk þó ekki að æfa í nokkrum BJJ klúbbum eins og hann vildi þar sem hann er að mæta Kron Gracie.

„Mér hefur verið sparkað úr nokkrum BJJ skólum vegna virðingarinnar sem Gracie nafnið hefur. Þeir vilja ekki þjálfa einhvern sem er ekki Gracie og það pirrar mig,“ sagði Swanson við UFC Unfiltered hlaðvarpið.

Swanson átti þó ekki í vandræðum með að finna BJJ klúbba til að æfa í en þessi klúbbapólítík pirrar hann.

Það er nokkuð mikil spenna fyrir bardaganum í kvöld en þetta verður erfiðasti andstæðingur sem Kron hefur fengið hingað til og áhugavert að sjá hvort hann sé tilbúinn í reynslubolta á borð við Cub Swanson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular