Kron Gracie, sonur hins goðsagnarkennda Rickson Gracie, mun keppa sinn fyrsta MMA bardaga síðar á árinu í kínversku samtökunum Real Fight Championship. Bardaginn mun fara fram í Japan þann 17. ágúst þó enn eigi eftir að finna andstæðing.
Hinn 24 ára gamli Kron er einn sterkasti gólfglímukappi heims og vann sem dæmi gullverðlaun á sterkasta gólfglímumóti heims, ADCC, í fyrra. Menn hafa því beðið eftir frumraun hans með eftirvæntingu þó einhverjir séu svekktir með að hann hafi ákveðið að keppa í Asíu. Gæði bardagasamtaka og andstæðinga í Asíu eru ekki sambærileg því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum og þá sérstaklega geta keppenda í gólfinu.
Sama kvöld mun Gabi Garcia einnig keppa sinn fyrsta bardaga. Hún hefur unnið átta heimsmeistaratitla í BJJ, tvisvar sigrað ADCC og er af flestum talin sterkasti kvenkyns BJJ keppandi heims. Gabi gæti þó lent í vandræðum með að ná tilskilinni þynd. Hún er um 185cm og rúmlega 100kg en mun keppa í -93 kg flokki (205 pund) og þarf því að missa tæp 10 kg fyrir bardagann.
held það sé takmarkað mjög hversu mikil kona þetta er:)