spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKron Gracie og Gabi Garcia þreyta frumraun sína í MMA í ágúst

Kron Gracie og Gabi Garcia þreyta frumraun sína í MMA í ágúst

Kron1
Kron Gracie.

Kron Gracie, sonur hins goðsagnarkennda Rickson Gracie, mun keppa sinn fyrsta MMA bardaga síðar á árinu í kínversku samtökunum Real Fight Championship. Bardaginn mun fara fram í Japan þann 17. ágúst þó enn eigi eftir að finna andstæðing.

Hinn 24 ára gamli Kron er einn sterkasti gólfglímukappi heims og vann sem dæmi gullverðlaun á sterkasta gólfglímumóti heims, ADCC, í fyrra. Menn hafa því beðið eftir frumraun hans með eftirvæntingu þó einhverjir séu svekktir með að hann hafi ákveðið að keppa í Asíu. Gæði bardagasamtaka og andstæðinga í Asíu eru ekki sambærileg því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum og þá sérstaklega geta keppenda í gólfinu.

Sama kvöld mun Gabi Garcia einnig keppa sinn fyrsta bardaga. Hún hefur unnið átta heimsmeistaratitla í BJJ, tvisvar sigrað ADCC og er af flestum talin sterkasti kvenkyns BJJ keppandi heims. Gabi gæti þó lent í vandræðum með að ná tilskilinni þynd. Hún er um 185cm og rúmlega 100kg en mun keppa í -93 kg flokki (205 pund) og þarf því að missa tæp 10 kg fyrir bardagann.

gabi
Wanderlei Silva og Gabi Garcia.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular