1

Kron Gracie og Gabi Garcia þreyta frumraun sína í MMA í ágúst

Kron1

Kron Gracie.

Kron Gracie, sonur hins goðsagnarkennda Rickson Gracie, mun keppa sinn fyrsta MMA bardaga síðar á árinu í kínversku samtökunum Real Fight Championship. Bardaginn mun fara fram í Japan þann 17. ágúst þó enn eigi eftir að finna andstæðing.

Hinn 24 ára gamli Kron er einn sterkasti gólfglímukappi heims og vann sem dæmi gullverðlaun á sterkasta gólfglímumóti heims, ADCC, í fyrra. Menn hafa því beðið eftir frumraun hans með eftirvæntingu þó einhverjir séu svekktir með að hann hafi ákveðið að keppa í Asíu. Gæði bardagasamtaka og andstæðinga í Asíu eru ekki sambærileg því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum og þá sérstaklega geta keppenda í gólfinu.

Sama kvöld mun Gabi Garcia einnig keppa sinn fyrsta bardaga. Hún hefur unnið átta heimsmeistaratitla í BJJ, tvisvar sigrað ADCC og er af flestum talin sterkasti kvenkyns BJJ keppandi heims. Gabi gæti þó lent í vandræðum með að ná tilskilinni þynd. Hún er um 185cm og rúmlega 100kg en mun keppa í -93 kg flokki (205 pund) og þarf því að missa tæp 10 kg fyrir bardagann.

gabi

Wanderlei Silva og Gabi Garcia.

 

Guttormur Árni Ársælsson
Latest posts by Guttormur Árni Ársælsson (see all)

Guttormur Árni Ársælsson

-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.