Kron Gracie berst sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld. Bardaginn verður sá 5.000 í sögu UFC og er það vel við hæfi að það sé Gracie sem berjist bardagann.
Kron Gracie er sonur Rickson Gracie og barnabarn Helio Gracie. Goðsagnarkennda Gracie fjölskyldan á stóran þátt í uppgangi MMA íþróttarinnar á heimsvísu en Rorion Gracie, bróðir Rickson, var einn af stofnendum UFC á sínum tíma. Rickson þótti alltaf sá besti af sonum Helio Gracie en á endanum var það Royce Gracie sem var valinn þar sem hann var ekki eins stór og þrekvaxinn líkt og Rickson. Royce Gracie vann auðvitað fyrstu UFC keppnina árið 1993 sem og UFC 2 og UFC 4.
Nú mun Kron Gracie berjast í kvöld gegn Alex Caceres á UFC bardagakvöldinu í Arizona. Kron er 4-0 í MMA en hann hefur hingað til bara barist í Japan og ekki barist í rúm tvö ár. Það verður áhugavert að sjá hann í frumraun sinni í kvöld en Nate Diaz verður í horninu hjá honum.
Kron er eins og nafnið gefur til kynna afar fær í gólfinu en allir fjórir sigrar hans hafa komið eftir uppgjafartök. Þá vann hann ADCC árið 2013 en hefur lítið keppt síðan þá í uppgjafarglímu.
Unless something changes in the schedule this week,
Alex Caceres vs. Kron Gracie will be the 5000th UFC fight.#UFCPhoenix #UFC #randomstat pic.twitter.com/N6by9hDUCX
— Jed I. Goodman (@jedigoodman) February 10, 2019