spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKvikmynd um Jose Aldo var frumsýnd á miðvikudaginn

Kvikmynd um Jose Aldo var frumsýnd á miðvikudaginn

Jose Loreto leikur sjálfan Jose Aldo í myndinni.
Jose Loreto leikur sjálfan Jose Aldo í myndinni.

Kvikmynd um ævi Jose Aldo var frumsýnd í Brasilíu á miðvikudaginn. Aldo viðurkennir að hafa fellt tár eftir að hafa horft á kvikmyndina.

Kvikmyndin kallast Mais forte que o mundo sem þýðist sem „Sterkari en heimurinn“. Myndin segir frá ævi Jose Aldo og draumnum hans að verða atvinnubardagamaður. Leikstjóri myndarinnar einblínir mikið á erfitt samband Aldo við föður sinn. Ekki er vitað hvort kvikmyndin verði sýnd víðar en í Brasilíu.

Faðir Aldo átti við drykkjuvandamál að stríða og lagði hönd á eiginkonu sína. Mamma Aldo flutti út ásamt systrum hans á meðan Aldo hélt til Rio de Janeiro til að æfa í Nova Uniao. Aldo gisti auk þess í bardagaklúbbnum og átti vart til hnífs og skeiðar.

„Það er erfitt að gráta ekki. Þetta er falleg mynd hvort sem þú ert MMA aðdáandi eða ekki. Þetta er myndin mín svo mér fannst hún auðvitað frábær,“ sagði Aldo og hló. „Samband mitt við pabba, sem er bæði hetja og skúrkur, er mjög fallegt í myndinni.“

Myndin nær allt frá æsku Aldo til sigurs hans á Mark Hominick fyrir framan 55.000 manns í Kanada. Margt hefur þó breyst síðan Aldo sigraði Hominick og gætum við séð framhald af myndinni. Rígur hans við McGregor er sérstaklega áhugaverður og væri best fyrir framleiðendur myndarinnar ef þeir Aldo og McGregor mætast aftur þar sem Aldo myndi sigra.

Myndina átti að frumsýna í desember, viku eftir UFC 194, en eftir að McGregor rotaði Aldo á 13 sekúndum var frumsýningu myndarinnar frestað. Nánar má lesa um myndina á vef MMA Figting.

Stiklu fyrir myndina má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular