spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKyoji Horiguchi og Ali Bagautinov mætast í Belfast

Kyoji Horiguchi og Ali Bagautinov mætast í Belfast

ufc belfast gunnar nelson dong hyun kimUFC bardagakvöldið í Belfast var að fá klassa bardaga. Kyoji Horihuchi mætir þá Ali Bagautinov í spennandi viðureign í fluguvigt.

Kapparnir áttu að mætast á UFC bardagakvöldinu í Fillipseyjum sem átti að fara fram um helgina. Bardagakvöldið var fellt niður í síðustu viku og er þetta einn af þeim bardögum sem hefur fengið nýja dagsetningu.

UFC bardagakvöldið í Belfast fer fram þann 19. nóvember og mætir Gunnar Nelson Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins.

Horiguchi er einn af bestu fluguvigtarmönnum heims og í 4. sæti styrkleikalista fluguvigtarinnar í UFC. Ali Bagautinov hefur átt erfitt uppdráttar en er sjálfur í 8. sæti listans. Báðir hafa þeir tapað fyrir meistaranum Demetrious Johnson.

Horiguchi kom sterkur til baka eftir tapið gegn Johnson og vann Neil Seery á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam í maí. Það var ein besta frammistaða kvöldsins en þetta verður í annað sinn sem Horiguchi berst á sama kvöldi og Gunnar. Bagautinov hefur ekki vegnað eins vel eftir tapið gegn Johnson en eftir bardagann féll hann á lyfjaprófi. Hann tapaði svo fyrir Joseph Benavidez eftir eins árs keppnisbannið en komst aftur á sigurbraut með sigri á Geane Herrera í sumar.

Á dögunum bættist við bardagi Magnus Cedenblad og Jack Marshman og sömuleiðis bardagi Marion Reneau og Milana Didieva. Eins og staðan er nú lítur bardagakvöldið svona út:

Veltivigt: Dong Hyun Kim gegn Gunnar Nelson
Fluguvigt: Ian McCall gegn Neil Seery
Fluguvigt: Kyoji Horiguchi gegn Ali Bagautinov
Léttvigt: Ross Pearson gegn James Krause
Fjaðurvigt: Teruto Ishihara gegn Artem Lobov
Veltivigt: Zak Cummings gegn Alexander Yakovlev
Léttvigt: Kevin Lee gegn Magomed Mustafaev
Strávigt kvenna: Anna Elmose gegn Amanda Cooper
Þungavigt: Justin Ledet gegn Mark Godbeer
Þungavigt: Timothy Johnson gegn Alexander Volkov
Millivigt: Magnus Cedenblad gegn Jack Marshman
Bantamvigt kvenna: Marion Reneau gegn Milana Didieva

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular