spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeikgreining fyrir UFC 258

Leikgreining fyrir UFC 258

Gilbert Burns mætir Kamaru Usman í titilbardaga á laugardagskvöldið. Getur Burns hrifsað beltið af Usman?

Usman hefur litið óstöðvandi út síðan hann kom í UFC og varla tapað lotu. Burns hefur náð nokkrum góðum sigrum í röð og litið vel út en fæstir búast við miklu af honum í þessum bardaga. Við förum yfir hvernig Burns getur náð hinu ótrúlega og síðan hvernig bardaginn er líklegur til að spilast út.

Hvernig áskorandinn getur gert hið ótrúlega

Burns hreyfir sig mikið standandi og þrátt fyrir að vera farinn að pressa meira í seinustu bardögum á hann það enn til að bakka á búrið. Sterkustu vopn Burns standandi eru spörkin hans og náði hann meðal annars nokkrum góðum kálfaspörkum á Gunnar Nelson sem virtist hafa áhrif á þann bardaga. Kamaru Usman hefur einnig talað um að hann sé með ónýt hné og því er kálfasparkið líklega sterkasta vopn Burns í þessum bardaga.

Usman sækir mikið í „clinch“ og fellur en til að loka fjarlægðinni beygir hann sig oft í mjöðmunum. Þetta setur hausinn fram fyrir þyngdarpunktinn sem opnar hann fyrir upphöggum og hnjám (sjá mynd 1). Burns er með góð hné og upphögg (sjá mynd 2) og gæti því notfært sér þessar opnanir en þarf að passa sig að sveifla ekki upphöggum framhjá hausnum á Usman og gefa honum góða stöðu í „clinchinu“. Gott ráð væri að miða upphöggunum í skrokkinn og þá er hann kominn með „underhook“ ef Usman lokar fjarlægðinni.

Mynd 1

a) Usman stendur með höfuðið yfir mjaðmirnar meðan hann er standandi en b) um leið og hann skýtur í fellu hallar hann höfðinu fram. c) Hann hefur þó höfuðið fyrir utan mjaðmirnar sem minnkar líkurnar á að andstæðingurinn lendi hné eða upphöggi og læsir „single leg“.

Mynd 2

a) Burns er með Woodley í „double collar tie“ og b) lendir hné. c) Hann heldur öðru gripinu og d) lendir upphöggi sem e) slær Woodley niður.

Burns hefur sjálfur bætt fellurnar sínar mikið á síðustu árum og þá sérstaklega skotin sín í „double leg“ fellur. Hann er með mjög vel tímasett skot og ef hann getur náð Usman niður gæti hann klárlega gert út um bardagann. Usman er þó með 100% felluvörn í UFC og hefur því aldrei verið tekinn niður þrátt fyrir að hann hafi mætt mikið af góðum glímumönnum. Það verður því að teljast ólíklegt að Burns nái Usman niður.

Líklegt útspil bardagans

Usman er með þunga pressu sem hann beitir frá fyrstu sekúndu. Hann hefur góð og þung bein högg og stingandi framspark. Hann hefur einnig langan faðm og passar að hafa mjaðmirnar undir sér þegar hann er í fjarlægð. Líklega tekst Usman að pressa Burns og halda honum frá sér með beinu höggunum. Burns mun líklega reyna að svara með spörkum og hliðarhreyfingum. Burns hefur áður lent í vandræðum með að andstæðingar svari berum spörkunum hans (spörk ekki sett upp með höggum) með gagnhöggum og er það líklegt til að vera raunin hér.

Usman er einnig líklegur til að nota framsparkið sitt og skrokkhögg til að þreyta Brasilíumanninn og loka síðan fjarlægðinni og fara í „clinchið“. Burns mun líklega reyna að brjóta sér strax leið út úr „clinchinu“ og svara með upphöggum og krókum. Þegar á líður mun Burns þó líklega sætta sig meira við „clinch“ stöðuna og reyna að snúa henni sér í vil. Úr „clinchinu“ lendir Usman litlum höggum, axlarhöggum og fótastappi en stundum þungum skrokkhöggum.

Ef að Usman gengur illa í „clinchinu“ er þó óvíst að hann sæki í það, sérstaklega ef honum gengur vel standandi. Þá gæti verið undir Burns komið að reyna að tímasetja skot í fellur og nota það til að fara í „clinchið“. Burns blandar vel saman höggum og kemur andstæðing sínum úr jafnvægi í „clinchinu“. Usman er þó líklega mikið stærri og líklega nær hann fljótt stjórn ef annar lokar fjarlægðinni.

Báðir bardagamenn eru þekktir fyrir gott þol og virðast óþreytandi. Bardaginn gæti svipað til bardaga Usman gegn Covington þar sem tveir frábærir glímumenn núlla hvor annan út í glímunni og standa þá og skiptast á höggum. Bardaginn gæti líka spilast að miklu leyti í „clinchinu“ og er þá ólíklegur til að verða mikið fyrir augað.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular