Leon Edwards var í gær fjarlægður af styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Edwards hefur ekki barist í rúmt ár.
Leon Edwards hefur unnið átta bardaga í röð og var í 3. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Hann hefur hins vegar verið tekinn af listanum þar sem hann hefur ekki barist svo lengi en Edwards barðist síðast í júlí 2019.
Sagan segir að stjórnendur UFC séu pirraðir á Edwards en hann hefur hafnað nokkrum bardögum og hefur gengið erfiðlega að bóka Edwards í bardaga. Hann átti að mæta Tyron Woodley í mars á þessu ári en bardaginn féll niður þegar bardagakvöldið var fellt niður vegna kórónuveirunnar.
UFC bauð Edwards titilbardaga gegn Kamaru Usman með skömmum fyrirvara þegar Burns fékk kórónuveiruna. Edwards hafnaði því og kom Masvidal í hans stað gegn Usman með viku fyrirvara. Edwards var boðið að mæta Colby Covington þegar Tyron Woodley var hikandi við að samþykkja þann bardaga en Edwards neitaði. Stephen Thompson hefur reynt að fá bardaga gegn honum en Edwards líst því yfir að hann hafi ekki áhuga á því. Edwards hefur einnig hafnað bardögum gegn Geoff Neal og Khamzat Chimaev í desember.
Það hefur því verið pirringur í stjórnendum UFC og Edwards tekinn af styrkleikalista UFC í veltivigtinni. UFC hefur áður tekið menn af listanum fyrir að berjast ekki en Nate Diaz hlaut sömu örlög á sínum tíma.
Edwards er enn samningsbundinn UFC og segir að hann hafi ekki barist því topparnir vilja ekki berjast við sig. Edwards virðist einnig vera til í að berjast við Khamzat núna.
I'm still in the rankings. Fuck all the inactivity, the only reason I havent fought is because all these so called top guys turned me down.
— Leon 'Rocky' Edwards (@Leon_edwardsmma) October 22, 2020
Khamzat want to fight then?