Saturday, April 20, 2024
HomeErlentMike Brown ráðleggur Justin Gaethje

Mike Brown ráðleggur Justin Gaethje

Khabib Nurmagomedov mætir Justin Gaethje annað kvöld. Einn besti MMA þjálfarinn í dag, Mike Brown, segir að það megi aldrei bakka gegn Khabib.

Mike Brown er einn skarpasti þjálfarinn í MMA heiminum í dag. Áður en hann lagði hanskana á hilluna var hann fjaðurvigtarmeistari WEC og barðist nokkra bardaga í UFC.

Hann er í dag þjálfari hjá American Top Team og var með Dustin Poirier þegar hann mætti Khabib í fyrra. Eftir bardaga Poirier og Khabib í fyrra var hann spurður hvað hann myndi gera öðruvísi ef hann myndi mæta Khabib aftur.

„Ég myndi segja að væri þrennt. Númer 1, þú verður að berjast í miðjunni. Það sem gerist þar gerist bara, hvort sem þú ert að skiptast á höggum eða tekinn niður í miðjunni. Það er ólíklegra að hann taki þig niður þar. Ef hann pressar þig upp við búrið og tekur þig niður þar þá ertu strax farinn að glíma við hann. Þú verður að halda miðjunni. Sama hvað. Þó þú fáir högg í þig eða ert tekinn niður, verður að halda miðjunni og bakka ekki,“ sagði Brown.

Dustin Poirier gaf á sér bakið þegar hann var að reyna að losna undan Khabib upp við búrið. Það er taktík sem hann notar og reynir þannig að koma sér undan andstæðingnum þegar hann er tekinn niður upp við búrið. Brown segir að það sé eitthað sem megi alls ekki gera gegn Khabib þó það geti virkað hjá þér gegn 99% af öðrum bardagamönnum.

„Þriðja atriðið er svo að berjast við hendurnar betur þegar hann er að reyna að ná hengingunni. Þú færð ekki annað tækifæri. Það er kannski erfiðara að sleppa frá Khabib á meðan þú ert að einbeita þér að verja bara hálsinn, en þú verður allavegna ekki kláraður. Það er erfiðara að ná fellunni þegar líður á bardagann þegar allt er sleipara með svita en Dustin getur meitt þig í öllum lotum. Ég hefði viljað sjá hvernig hlutirnir þróast í 4. og 5. lotu en við náðum ekki þangað.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular