Saturday, April 20, 2024
HomeErlentKhabib þurfti handklæðið til að ná vigt

Khabib þurfti handklæðið til að ná vigt

Vigtuninni fyrir UFC 254 er lokið. Þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje náðu báðir vigt og var Khabib létt þegar hann náði vigt.

Formlega vigtunin fyrir UFC 254 fór fram á hóteli bardagamanna í Abu Dhabi í morgun. Khabib var fyrstur til að mæta í vigtunina en bardagamenn hafa tveggja tíma glugga til að ná vigt.

Khabib þurfti að fara úr öllum fötunum til að ná vigt og þurfti því handklæðið til að hylja sig. Khabib var 155 pund (70,3 kg) slétt og var honum greinilega létt við að heyra að hann hefði náð réttri þyngd fyrir bardagann á morgun. Þetta virðist því hafa verið erfiður niðurskurður fyrir Khabib.

Justin Gaethje var einnig 155 pund og var aðeins brattari í vigtuninni en Khabib. Þá var varamaðurinn Michael Chandler einnig 155 pund í vigtuninni en mun væntanlega hafa ekkert að gera á morgun þar sem aðalbardagi kvöldsins er nú endanlega staðfestur.

Tveir bardagamenn náðu ekki vigt í morgun. Alex Oliveira, sem Gunnar Nelson sigraði 2018, var 173 pund fyrir veltivigtarbardaga sinn og var því tveimur pundum of þungur. Oliveira hefur einu sinni áður mistekist að ná vigt en það var í léttvigt árið 2016. Joel Alvarez var 3,5 pundum of þungur fyrir léttvigtarbardaga sinn gegn Alexander Yakovlev.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular