spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLéttvigtin í óvissu - Max Holloway sagður á leiðinni upp gegn Tony...

Léttvigtin í óvissu – Max Holloway sagður á leiðinni upp gegn Tony Ferguson

Max Holloway.

Toppurinn í léttvigtinni er ansi þéttsetinn þessa stundina. Þar sem meistarinn er í banni er ákveðin óvissa í þyngdarflokknum.

Khabib Nurmagomedov fékk 9 mánaða bann fyrir sinn þátt í látunum eftir bardagann við Conor McGregor. Khabib hefur sagt að hann langi að berjast í nóvember í Madison Square Garden og verður því langt þangað til hann mun verja titilinn. UFC mun því sennilega henda upp einum bráðabirgðartitli (e. interim title) í fjarveru Khabib.

Sá orðrómur er nú á kreiki að fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway muni fara upp til að berjast við Tony Ferguson um bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni. Sá bardagi er sagður á dagskrá í apríl á UFC 236 en allt eru þetta þó einungis orðrómar.

Það sem rennur stoðum undir þessa orðróma eru tíst Dustin Poirier.

Poirier virðist vera pirraður á sinni stöðu í UFC þessa dagana. Samkvæmt MMA Junkie er Poirier alvara með að yfirgefa UFC. Poirier hefur unnið átta af tíu bardögum sínum í léttvigt og klárað þá Eddie Alvarez, Justin Gaethje og Anthony Pettis í sínum þremur síðustu bardögum. Poirier vill fá titilbardaga en ef ekki vill hann fá almennilega borgað til að mæta einhverjum eins og Al Iaquinta.

Al Iaquinta vonast eftir að fá Poirier. „Ég vona að UFC geti kíkt í vasana sína og gert hann hamingjusaman. Miðað við það sem ég hef heyrt verður það Conor og Cerrone í sumar og svo mun Max Holloway fara upp og berjast við Tony Ferguson fyrir bráðabirgðarbelti. Þá er það bara ég og hann sem erum eftir,“ sagði Iaquinta við UFC Unfiltered hlaðvarpinu.

Iaquinta er ekki á langri sigurgöngu en vann Kevin Lee í desember eftir frábæra frammistöðu.

Holloway hefur síðasta daga aðeins verið að stríða aðdáendum og ýjað að bardaga gegn Tony Ferguson.

Það virðist því ríkja smá óvissa um hvað gerist í léttvigtinni á næstu mánuðum í fjarveru Khabib. Poirier vonast eflaust eftir að fá bráðabirgðartitilbardaga gegn Tony Ferguson í stað Holloway en svo virðist sem Holloway fái frekar kallið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular