spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLjónynjan gefur Dana White undir fótinn (Myndband)

Ljónynjan gefur Dana White undir fótinn (Myndband)

Amanda Nunes birti myndband á Instagram-reikningi sínum í gær þar sem hún er að dansa við létta salsatónlist á meðan skilaboð til eiganda og andlits UFC, Dana White, koma á skjáinn. Fyrst biður hún Dana White um að hringja í sig og segist sakna hans mjög og í lokin segist hún hlakka til að sjá hann aftur en eins og flestir áhugamenn um bardagaíþróttir vita lagði Amanda hanskana á hilluna í júní 2023.

Dana White var spurður út í myndbandið á fréttamannafundi þar sem hann sagði að Amanda væri greinilega í mjög góðu formi og liti vel út. Þá sagði hann við blaðamann að hann vissi hvernig hugarfar hún hefði og að það væri það sem hann elskaði mest við hana, hugarfarið.

Þetta myndband hefur kveikt í fleirum en Dana White en samfélag áhugamanna um blandaðar bardagalistir er iðandi í skinninu eftir frekari upplýsingum. Það er fátt sem kveikir meira í áhangendum bardagalista en góð endurkoma sem má sjá í hvert sinn sem Khabib Nurmagomedov er orðaður við endurkomu springa allar spjallrásir þar sem menn munnhöggvast yfir líkindum á endurkomu og auðvitað hversu öflugur bardagamaður hann var. Það má alveg reikna með svipuðum viðbrögðum við myndbandinu af Amöndu enda af flestum talin besta bardagakona sögunnar en ólíkt Khabib eru einhverar líkur á því að Amanda snúi aftur enda í þrusu formi og þrátt fyrir að hafa átt stórkostlegan feril er hún aðeins 36 ára gömul. Þá er bara að leggjast á bæn um að fá tækifæri á því að sjá hina einu sönnu Amöndu Nunes stíga í búrið aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular