Quinton ‘Rampage’ Jackson fær að berjast á UFC 186 á laugardaginn. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart enda hafði dómstóll áður kveðið um að Rampage væri enn samningsbundinn Bellator.
Rampage sagði þetta á Twitter fyrr í dag.
It’s time to pay some bills! The fight is back on boyz! April 25th UFC186!! https://t.co/x0JoYEyLY6
— Quinton Jackson (@Rampage4real) April 21, 2015
Síðar í dag bárust fregnir af því að dómstóll New Jersey ríkis hafi aflétt lögbanninu og bardagi Rampage og Fabio Maldonado sé aftur á dagskrá.
Fyrir um tveimur vikum síðan úrskurðaði dómstóll New Jersey Bellator í hag með því að segja Rampage enn samningsbundinn Bellator. Rampage sagðist vera laus allra mála hjá Bellator eftir að bardagasamtökin hefðu ekki staðið við gerða samninga. UFC samdi því við Rampage en fyrr í apríl fékk Bellator lögbann á UFC bardaga Rampage á komandi helgi. Því lögbanni hefur nú verið aflétt.
Þetta eru gleðifréttir fyrir UFC enda er bardagakvöldið á laugardaginn ekki beint stjörnum hlaðið. Steve Bossé átti að mæta Fabio Maldonado í stað Rampage en ekkert verður úr frumraun hans í UFC að þessu sinni.