spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLögbanni Bellator aflétt - Rampage berst á UFC 186

Lögbanni Bellator aflétt – Rampage berst á UFC 186

Glover-Teixeira-vs-Rampage-Jackson-at-UFC-on-Fox-6-6610Quinton ‘Rampage’ Jackson fær að berjast á UFC 186 á laugardaginn. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart enda hafði dómstóll áður kveðið um að Rampage væri enn samningsbundinn Bellator.

Rampage sagði þetta á Twitter fyrr í dag.

Síðar í dag bárust fregnir af því að dómstóll New Jersey ríkis hafi aflétt lögbanninu og bardagi Rampage og Fabio Maldonado sé aftur á dagskrá.

Fyrir um tveimur vikum síðan úrskurðaði dómstóll New Jersey Bellator í hag með því að segja Rampage enn samningsbundinn Bellator. Rampage sagðist vera laus allra mála hjá Bellator eftir að bardagasamtökin hefðu ekki staðið við gerða samninga. UFC samdi því við Rampage en fyrr í apríl fékk Bellator lögbann á UFC bardaga Rampage á komandi helgi. Því lögbanni hefur nú verið aflétt.

Þetta eru gleðifréttir fyrir UFC enda er bardagakvöldið á laugardaginn ekki beint stjörnum hlaðið. Steve Bossé átti að mæta Fabio Maldonado í stað Rampage en ekkert verður úr frumraun hans í UFC að þessu sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular