Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentLuis Gutierrez með tvö námskeið um helgina

Luis Gutierrez með tvö námskeið um helgina

Bandaríkjamaðurinn Luis Gutierrez er á leið hingað til lands þar sem hann mun halda sjálfsvarnar- og öryggisnámskeið í Mjölni. Gutierrez er gríðarlega reyndur kennari en hann þjálfar m.a. sérsveit bandaríska flughersins.

isr konur
Smelltu á myndina til að sjá textann betur.

Luis Gutierrez er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og var um tíma varaforseti SBG (Straight Blast Gym). Hann er höfundur ISR-öryggiskerfisins og forseti samtakanna. Kerfið er mikið notað af sérsveitum, lögreglum og hermennum í Bandaríkjunum.

Gutierrez hefur kennt eftir ISR-kerfinu um langt skeið en skammstöfunin stendur fyrir Intercept-Stabilize-Resolve.

Hann verður með tvö námskeið hér á landi á næstu dögum. Fyrra námskeiðið er ætlað öryggis- og dyravörðum föstudaginn 2. október. Þar mun Gutierrez fara yfir hvernig best er að yfirbuga hættulega einstaklinga á sem öruggastan máta, stöðva hættu, tryggja ástand og leysa úr málum.

Seinna námskeiðið fer fram 3. og 4. október og er sérstakt sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur. Þar mun Gutierrez fara í hluta af ISR-CAT sjálfsvarnarkerfinu sem var sérstaklega þróað fyrir sérsveitarkonur í bandaríska hernum.

isr

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular