Thursday, April 25, 2024
HomeErlentJon Jones sleppur við fangelsi - 18 mánaða skilorð

Jon Jones sleppur við fangelsi – 18 mánaða skilorð

jon jones glassesDómsmáli Jon Jones virðist nú vera lokið. Jones játaði að hafa farið yfir á rauðu ljósi, valdið þriggja bíla árekstriá annan bíl og yfirgefið vettvanginn. Hann fær 18 mánað skilorðsbundinn dóm og mun ekki fara í fangelsi fyrir brot sitt.

Jon Jones átti að verja léttþungavigtarbeltið sitt gegn Anthony Johnson í maí. Mánuði fyrir bardagann bárust þær fregnir að Jon Jones hefði lent í árekstri eftir að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Jones olli þriggja bíla árekstri en einn bílstjóranna var ólétt kona. Jones flúði vettvanginn en hljóp svo aftur til baka til að sækja reiðufé. Á vettvanginum fannst hasspípa í bíl Jones en talið er að Jones hafi verið undir áhrifum við aksturinn.

Jones gaf sig fram sólarhring síðar og var sviptur léttþungavigtartitlinum af UFC. Fórnarlamb bílslyssins hlaut minniháttar skaða.

Í morgun viðurkenndi Jones að hann hafi yfirgefið slysstaðinn fyrir dómi. Eins og áður segir hlaut hann aðeins 18 mánaða skilorðsbundinn dóm en dómurinn þykir fremur vægur. Jones þarf einnig að skila af sér 72 tímum í samfélagsþjónustu.

„Ég tek full ábyrgð á gjörðum mínum. Ég vona að þið getið gefið mér tækifæri til að bæta upp fyrir misgjörðir mínar,“ sagði Jones fyrir dómi í dag.

UFC mun senda frá sér yfirlýsingu innan skamms en að svo stöddu er Jones enn í tímabundnu banni. Það má búast við að banninu verði aflétt fljótlega.

 

Daniel Cormier mun verja léttþungavigtarbeltið sitt gegn Alexander Gustafsson á laugardaginn kemur. Þar sem Jones er nú frjáls maður er spurning hvort hann verði meðal áhorfenda á laugardaginn.

Uppfært:

Samkvæmt yfirlýsingu UFC mun lögfræðiteymi bardagasamtakanna fara yfir mál Jones áður en keppnisbanninu hans verði lyft.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular