Risa bardagakvöld UFC í Madison Square Garden er ekki alveg að ganga upp. Í gærkvöldi var greint frá því að Luke Rockhold væri meiddur og gæti því ekki mætt Chris Weidman í næsta mánuði eins og til stóð.
UFC 230 fer fram þann 3. nóvember. Bardagakvöldin í Madison Square Garden eru vanalega með þeim stærstu á árinu en erfiðlega gekk fyrir UFC að finna aðalbardaga kvöldsins. Á dögunum féll svo niður bardagi Nate Diaz og Dustin Poirier en sá bardagi átti að vera næstsíðasti bardaga kvöldsins.
Nú hefur Luke Rockhold þurft að draga sig úr bardaganum gegn Chris Weidman. Bardaginn átti að vera endurat frá frábærum bardaga þeirra árið 2015 þar sem Rockhold tók beltið af Weidman. Þetta er í annað sinn sem bardagi þeirra fellur niður en Weidman meiddist tveimur vikum fyrir áætlaðan bardaga þeirra árið 2016 en í hans stað kom Michael Bisping og tók beltið af Rockhold.
Just spoke to a disappointed Luke Rockhold. He’s dealing with a litany of injuries:
*His left shin is infected again. He just got a stem cell graft put in.
*He sprained his right knee yesterday. MRI is scheduled for tonight.
*He broke his nose recently while grappling.— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 19, 2018
Rockhold said he tried everything in his power to make it to MSG but, “I need at least one weapon to make it the party.” He’s hoping the recovery will be 4 weeks and he’ll be able to return in late 2018/early 2019.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 19, 2018
Sem betur fer er kominn staðgengill í stað Rockhold. Ronaldo ‘Jacare’ Souza er kominn í hans stað en hann átti að mæta David Branch á sama kvöldi. Jacare barðist síðast gegn Kelvin Gastelum þar sem hann tapaði í frábærum bardaga.
David Branch fær að öllum líkindum Jared Cannonier í stað Jacare svo púluspilið ætti að ganga ágætlega upp.