Fyrrum millivigtarmeistarinn Luke Rockhold er um þessar mundir að eltast við bardaga gegn Fabricio Werdum í þungavigt.
Luke Rockhold hefur ekkert barist síðan hann tapaði titlinum sínum til Michael Bisping í júní í fyrra. Rockhold átti að mæta Ronaldo ‘Jacare’ Souza í nóvember en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.
Samkvæmt Ariel Helwani er Rockhold að eltast við bardaga gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Fabricio Werdum. Þeir Rockhold og Werdum eiga í einhverjum deilum en Rockhold óskaði eftir bardaganum eftir ummæli Fabricio Werdum í The MMA Hour á mánudaginn.
Rockhold is pushing hard for a fight with Werdum. He’s willing to move up to HW. Asked UFC for it this week after FW’s #TheMMAHour comments.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) March 22, 2017
Werdum kallaði Rockhold ýmsum nöfnum í þættinum á mánudaginn og vill Rockhold í alvörunni berjast við Werdum. UFC er þó með önnur plön fyrir Werdum í sumar og ólíklegt að af þessu verði.
Luke Rockhold var gestur í þættinum UFC Tonight og talaði þar um bardaga Michael Bisping og Georges St. Pierre.
https://www.youtube.com/watch?v=RSgL1YKeD2U