Monday, May 20, 2024
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Mallory Martin

Leiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Mallory Martin

Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst sinn annan bardaga í Invicta nú á laugardaginn. Sunna mætir Mallory Martin og er meira en tilbúin í bardagann.

Sunna Rannveig barðist sinn fyrsta bardaga í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun. Rétt eins og fyrsti bardaginn hennar í Invicta fer bardagnn fram í Kansas.

Mallory Martin er 1-0 sem atvinnumaður líkt og Sunna en þetta verður fyrsti bardaginn hennar í Invicta bardagasamtökunum.

Sunna var mjög ánægð með frumraun sína í Invicta og segir að bardagasamtökin hafi hugsað vel um sig. Þetta var mikið ævintýri síðast en nú er komið að því að endurtaka leikinn og ná í næsta sigur.

„Ég sé fyrir mér bardaginn fari þannig að ég standi uppi sem sigurvegari. Ég er búin að vera í rosalega góðum undirbúningi, ég er vel stödd andlega og ég trúi því að ég hafi allt til þess að sigra,“ segir Sunna um komandi bardaga.

Bardaginn verður sýndur á Stöð 2 Sport en bein útsending frá bardagakvöldinu hefst á miðnætti á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular