Saturday, April 20, 2024
HomeErlentMackenzie Dern með sinn þriðja sigur í MMA

Mackenzie Dern með sinn þriðja sigur í MMA

mackenzie dernEin besta glímukona heims, Mackenzie Dern, vann sinn þriðja MMA bardaga á LFA 6 í gærkvöldi. Dern mætti Katherine Roy í gær og sigraði eftir dómaraákvörðun.

Dern er nú 3-0 í MMA en hún snéri sér að MMA í fyrra eftir afar farsælan feril í brasilísku jiu-jitsu. Bardaginn átti upphaflega að fara fram í 115 punda strávigt en Dern sá ekki fram á að ná vigt. Því var samið um að bardaginn myndi fara fram í 120 punda hentivigt.

Dern náði ekki 120 punda markinu í fyrstu tilraun en náði því loksins klukkutíma síðar og fékk Roy 20% af launum Dern. Þetta er í annað sinn sem Dern nær ekki 115 punda strávigtarmarkinu og viðurkennir Dern að hún þurfi að læra betur á niðurskurðinn.

Dern æfir hjá The MMA Lab í Arizona og sýndi hún bætingar í sparkboxinu sínu í gær. Dern vann lotur þrátt fyrir að ná ekki að taka bardagann í gólfið þar sem hún er best. Dern er þó ekki tilbúin í UFC að flestra mati og ætti að taka sér sinn tíma í að bæta sig áður en hún fer í djúpu laugina.

Hér má sjá nokkur brot úr bardaganum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular