spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMallory Martin langar að koma til Íslands og æfa með Sunnu

Mallory Martin langar að koma til Íslands og æfa með Sunnu

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Það vantar ekkert upp á vinskapinn á milli þeirra Mallory Martin og Sunnu Rannveigar eftir bardaga þeirra um síðustu helgi.

Bardaginn var afar jafn og spennandi en Sunna Rannveig fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Sunna er nú 2-0 á atvinnuferlinum eftir sigurinn gegn Mallory Martin en þetta var annar bardaginn hennar í Invicta.

Martin þakkaði Sunnu fyrir frábæran bardaga á Instagram eftir bardagann og óskaði henni góðrar ferðar heim. Sunna þakkaði henni sömuleiðis og bauð henni að æfa með sér ef hún kemur til Íslands. Það sagðist Martin ætla að gera enda er Ísland á lista yfir þau lönd sem hún ætlar að heimsækja.

Þetta er alltaf gaman að sjá. Tveir andstæðingar mætast í búrinu og leggja allt í sölurnar. Eftir bardagann myndast vinskapur og andstæðingarnir verða jafnvel æfingafélagar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular