Saturday, May 18, 2024
HomeForsíðaMallory Martin þakkar Sunnu fyrir frábæran bardaga

Mallory Martin þakkar Sunnu fyrir frábæran bardaga

sunna Mallory Martin
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði Mallory Martin á Invicta bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Bardaginn var gríðarlega jafn og spennandi en það var Sunna sem stóð uppi sem sigurvegari að lokum.

Þetta var annar bardagi Sunnu í Invicta og er hún nú 2-0 á atvinnumannaferlinum. Sunna sigraði bardagann í gær eftir einróma dómaraákvörðun.

Mallory Martin sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag og þakkaði Sunnu fyrir bardagann.

„Fyrir það fyrsta langar mig að þakka þér, Sunna, fyrir frábæran bardaga. Mjög hörð og sterk, þetta var góður bardagi og vona ég að allir hafi notið hans. Ég vissi að þetta yrði stríð! Við höfum svipaðan stíl og ég vissi að þetta yrði erfiður bardagi og sagði það meira að segja fyrir bardagann að þetta gæti orðið besti bardagi kvöldsins. Mjög hógvær og indæl stelpa, virði hana mikils og eigðu góða ferð heim!“ segir Mallory Martin.

Þar hefur hún rétt fyrir sér enda sagði hún í viðtali við okkur fyrir bardagann að þetta gæti orðið besti bardagi kvöldsins. Martin á mörgum að þakka og þakkar þjálfurum, fjölskyldu, Invicta og fleirum.

„Að berjast snýst ekki bara um að vinna heldur að skora á sjálfan þig, finna þín takmörk og hæfni gegn annarri manneskju. Trúið mér, ég hata að tapa og allir sem þekkja mig vita það. Það er erfitt að ganga frá þessu með tapi. Ég gerði mikið af litlum mistökum sem kostuðu mig þegar uppi var staðið og á þessu stigi er ekkert rými fyrir mistök. Það er pirrandi og erfitt að taka þessu þegar þú ert svo einbeitt, ákveðin og gefur þig alla í þetta á hverjum einasta degi.“

Mallory er staðráðin að koma sterk til baka eftir þetta tap og ætlar að læra af þessu. Það verður gaman að fylgjast með þessari 23 ára stelpu á næstunni en þetta var fyrsti bardaginn hennar í Invicta. Hér má sjá ummæli hennar á opinberri Facebook síðu hennar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular