Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaManny Pacquiao vs. Timothy Bradley 2 er í kvöld

Manny Pacquiao vs. Timothy Bradley 2 er í kvöld

Það voru margir spenntir að sjá Roy Nelson berjast við Antonio Rodrigo Nogueira í UFC í gær á meðan aðrir bíða eftir stóru kvöldi Glory sem fram fer í kvöld. Stærsti bardagi helgarinnar er hins vegar annar bardagi Manny Pacquiao og Timothy Bradley sem fer fram í Las Vegas í kvöld.

Timothy “Desert Storm“ Bradley (31-0-1nc) er ekki stjarna eins og Pacquiao en hann er verðugur andstæðingur. Bradley er ósigraður og hann hefur verið meistari í veltivigt (147 pund) síðan árið 2008. Fyrir utan Pacquiao hefur hann sigrað andstæðinga á borð við Lamont Peterson, Devon Alexander, Joel Casamayor og Juan Manuel Marquez. Bradley er ekki höggþungur en hann er vinnusamur og árásargjarn. Hann er þekktur fyrir mikla pressu sem nagar niður andstæðinga hans og hefur alltaf skilað honum sigri.

Manny Pacquiao (55-5-2) þarf vart að kynna. Hann hefur unnið titla í sjö þyngdarflokkum og barist við marga af þeim bestu, suma mörgum sinnum. Það sem stendur upp úr á ferli hans eru ógleymanleg stríð við Mexíkana þríeykið Erik Morales, Marco Antonio Barrera og Juan Manuel Marquez. Einnig hefur hann stór nöfn á ferilskránni eins og Oscar De La Hoya, Miguel Cotto og Shane Mosley. Pacquiao er þekktur fyrir mikinn hraða og höggþunga. Hans besta vopn er bein vinstri sem meðal annars gerði út af við Ricky Hatton á eftirminnilegan hátt.

pacquiao_vs_bradley_1

Fyrsti bardaginn fór fram 9. júní árið 2012. Bardaginn er einn sá umdeildasti undanfarinna ára en flestum fannst Pacquiao sigra örugglega á stigum. Tveir dómaranna voru hins vegar ekki sammála og gáfu Bradley sigurinn. Bardaginn var jafnari en margir vilja meina en Pacquiao hefði sennilega átt á vinna sé litið á tölfræði CompuBox hér að neðan. Beina vinstri hendi Pacquiao rataði í mark aftur og aftur og Bradley átti ekkert svar. Bradley gafst hins vegar aldrei upp og kom meðal annars inn mörgum skrokkhöggum. Það má ekki gleyma að Bradley meiddi sig í hægri fæti í fjórðu lotu sem hafði áhrif á hann allan bardagann.

pacquaio-bradley stats

Hér má sjá skemmtilegt viðtal Max Kellerman frá HBO við báða kappana:

Eftir fyrsta bardagann börðust báðir tvisvar. Bradley sigraði Juan Manuel Marquez og Ruslan Provodnikov í bardaga þar sem Bradley var illa meiddur en harkaði af sér og vann á stigum. Pacquiao barðist við Brandon Rios sem hann sigraði örugglega og Juan Manuel Marquez í fjórða skiptið. Eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Pacquiao og gert eitt jafntefli kom Marquez öllum á óvart og rotaði Pac Man með einu höggi sem hann gekk inn í. Ýmsir voru á þeirri skoðun að ferill Pacquiao væri á niðurleið eftir tapið enda er hann orðinn 35 ára gamall og hefur farið í gegnum marga erfiða bardaga. Sigri hann hinn 30 ára og ósigraða Bradley á laugardaginn mun hann þagga niður í mörgum og halda voninni lifandi um bardaga gegn Floyd Mayweather.

Manny Pacquiao vs Timothy Bradley

Til að sigra þarf Pacquiao að gera það sama og síðast að mörgu leyti. Raða inn beinum vinsti höndum og vera vinnusamur. Pacquiao virtist oft á tíðum spara sig þar til í lok lotunnar í fyrsta bardaganum en slíkt getur verið hættulegt ef Bradley sigrar fyrstu tvær mínúturnar með vinnusemi og pressu. Til að sigra þarf Bradley að forðast vinstri hendi Pacquiao. Til þess þarf hann að bæta höfuðhreyfingar sínar en hann hreyfði höfuðið allt of lítið í fyrsta bardaganum. Hann þarf að halda uppi sömu pressu og síðast en leggja meiri áherslu á að koma inn einu og einu þungu höggi til að ná virðingu Pacquiao. Þess má geta að einn helsti greinandi heimasíðu Ring Magazine, Doug Fischer, spáir Bradley sigur í þessum bardaga, sjá hér.

Hér að neðan er skemmitlegt upphitunarmyndband fyrir bardagann:

Pac-Bradley staredown

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Þessi bardagi mun ráðast af hraða á fótum og höndum hjá Manný meðan að Bradley verður sennilega skerfinu á eftir rotthögg verður maður ekki að spá um það ég spái manný vinni á rothöggi 7 lotu.

  2. Bradley leit vel út fyrstu 5 loturnar en svo fór allt niður á við. Einn mesti skandall sögurnar var hinsvegar fyrsti bardagi þeirra þegar Bradley vann á einhvern ótrúlegan hátt á stigum enda hef ég ekki séð CJ Ross dæma annan bardaga eftir þann bardaga

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular