spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 183

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 183

anderson diazUm helgina fór UFC 183 fram í Las Vegas en í aðalbardaganum áttust við þeir Anderson Silva og Nick Diaz. Bardagakvöldið var fínasta skemmtun þó aðalbardaginn hafi ekki staðið undir væntingum.

Aðalbardaginn var kannski ekki sú flugeldasýning sem aðdáendur höfðu vonast eftir en fáir geta mótmælt því að það var gaman að sjá Anderson Silva í búrinu á ný. Það er erfitt að segja hvað er framundan hjá honum en ólíklegt er að hann sé framarlega í röðinni í titilbardaga. Vonandi fær hann fleiri skemmtilega bardaga líkt og gegn Diaz áður en hann hættir.

Anderson er orðinn 39 ára gamall og gæti bardagi gegn Georges St. Pierre verið nokkuð sem heillar. Líkt og með Manny Pacquiao og Floyd Mayweather bardagann kæmi bardaginn þó fjórum árum of seint. Svo ekki sé minnst á að það er enn óvíst hvort að St. Pierre komi aftur til baka.

Þetta var þriðja tap Nick Diaz í röð og er óvíst hvort hann muni halda áfram enda er hugur Diaz flestum hulin ráðgáta. Það eru þó nóg af skemmtilegum bardögum framundan fyrir Diaz í veltivigtinni kjósi hann að halda áfram. Bardagi gegn Matt Brown væri draumur í dós en Brown og Johny Hendricks eigast við í næsta mánuði.

Bardagi Tyron Woodley og Kelvin Gastelum var fremur leiðinlegur og olli töluverðum vonbrigðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Woodley er í leiðinlegum bardaga en hann virðist annað hvort rota andstæðinginn sinn með bombu í fyrstu lotu eða vera hikandi og sækja lítið sem ekkert. Þetta er nokkuð furðulegt og virðist Woodley oft á tíðum einfaldlega ekki komast í gang. Hann náði þó að hitta vel í Gastelum sem virðist vera með góða höku. Dana White gaf það út um helgina að næsti bardagi Gastelum færi fram í millivigt enda virðist Gastelum eiga erfitt með að koma sér í veltivigt. Það er ljóst að Gastelum er að gera eitthvað rangt þar sem hann hefur áður átt í vandræðum með að ná vigt. Hafa ber í huga að orð Dana White eru langt í frá að vera heilagur sannleikur og hver veit nema Gastelum fái að taka næsta bardagi í veltivigt.

Thiago Alves kom með skemmtilega endurkomu í bardaga sem hann var að tapa. Jordan Mein hafði mikla yfirburði í fyrstu lotu og virtist vera nálægt því að klára Alves áður en lotan kláraðist. Alves tókst þó að snúa taflinu við og kláraði bardagann með föstu sparki í skrokkinn í annarri lotu. Alves leit þó ekkert svakalega vel út í fyrstu lotu og gæti verið á niðurleið eftir erfið meiðsli. Hann mun sennilega aldrei ná fyrri hæðum og gæti endað sem nokkurs konar hliðvörður inn á topp 10/15 í veltivigtinni.

Fluguvigtin er í lausu lofti núna og veit enginn hver næsti andstæðingur Demetrious Johnson verður. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti John Lineker að fá næsta titilbardaga en honum virðist gjörsamlega fyrirmunað að ná 125 punda takmarkinu. Honum hefur fjórum sinnum mistekist að ná vigt og mun berjast næst í bantamvigt. Eins og með Gastelum er augljóst mál að það er eitthvað mikið að í herbúðum Lineker.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram þann 14. febrúar í Colorado þar sem þeir Brandon Thatch og Ben Henderson eigast við í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Vandamálið hjá Woodley er það að hann er BARA með hægri hönd. Hann hreyfir sig vel, er snöggur og stór. Ef að hann gæti þjálfað upp einhverja vinstri hönd gæti hann vel átt möguleika á titilinum.

  2. Það var ansi vandræðalegt stund hjá Pétri Marínó í útsendingunni á laugardaginn þegar að hann þekkti ekki Roy Jones Jr þegar að myndavélin var á honum.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular