spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 186

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 186

Demetrious_Johnson_vs_Kyoji_Horiguchi.0.0Svo mikið hefur gengið á í máli Jon Jones að UFC 186 hefur nánast gleymst. Demetrious Johnson varði hins vegar fluguvigtarbeltið sitt í sjötta sinn um helgina en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir UFC 186.

Demetrious Johnson sannaði enn og aftur yfirburði sína í fluguvigtinni þegar hann gjörsigraði Kyoji Horiguchi. Johnson hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og endaði á að klára Horiguchi þegar aðeins ein sekúnda var eftir af bardaganum! Aldrei áður hefur bardagi klárast svo seint í UFC.

Það er óhætt að segja að Johnson beri höfuð og herðar yfir aðra í fluguvigtinni. John Dodson og Zach Makovsky mætast á UFC 187 í maí og mun sigurvegarinn sennilega fá næsta titilbardaga. Fyrri bardagi Dodson og Johnson var spennandi viðureign og takist meistaranum að verja beltið sitt í annað sinn gegn Dodson er ekki mikið um spennandi valkosti. UFC ætti að setja saman draumabardaga milli DJ og TJ Dillashaw en á meðan geta aðrir álitlegir kostir eins og Henry Cejudo, Jussier Formiga og Zack Makovsky bætt sig og skapað sér sess sem áskorandi nr. 1.

Bardagi Quinton ‘Rampage’ Jackson og Fabio Maldonado olli vonbrigðum. Bardaginn var ekki skemmtilegur að sjá eins og Rampage hafði lofað. Það markverðasta við bardagann var þó að Rampage virðist hafa þróast sem bardagamaður og sýndi áður óséð spörk. Rampage mun komast á topp 15 styrkleikalistann eftir þennan sigur þar sem Maldonado var í 12. sæti fyrir bardagann. Ástandið í léttþungavigtinni gæti verið betra.

Thomas Almeida sýndi aftur frábæra takta er hann sigraði Yves Jaboun eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu. Þetta var 16. sigur Almeida í fyrstu lotu en hann hefur sigrað alla 19 bardaga sína. Strákurinn getur farið mjög langt en hann er einungis 23 ára gamall.

Næsta UFC fer fram þann 9. maí í Ástralíu þar sem Mark Hunt og Stipe Miocic eigast við í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular