spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 47

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 47

Fyrsti UFC viðburðurinn í þrjár vikur fór fram í gær þar sem Ryan Bader og Ovince St. Preux mættust í aðalbardaga UFC Fight Night 47. Bardagakvöldið var þrælskemmtilegt og þá sérstaklega aðalhluti bardagakvöldsins.

Ryan Bader sigraði Ovince St. Preux (OSP) eftir dómaraákvörðun í fremur óspennandi bardaga. Bader hefur alltaf verið sterkur glímumaður og nýtti sér það gegn OSP. Bader er flottur bardagamaður sem sigrar alla utan topp 8 í léttþungavigtinni, en á sjálfur sennilega aldrei eftir að komast á topp 5 í UFC. Hann hefur nú sigrað fjóra af síðustu fimm bardögum þar sem eina tapið hans kom gegn Glover Teixeira. Ef Alexander Gustafsson kýs að bíða eftir Jones-Cormier sigurvegaranum gæti Bader fengið Anthony Johnson næst. Johnson gæti mætt Gustafsson ef Svíinn tekur bardaga í stað þess að bíða eftir Jones-Cormier. Bader virðist eiga sín takmörk og muni hann mæta Johnson (eða öðrum á topp 5 í léttþungavigtinni) gæti það markað endalokin á þriggja bardaga sigurgöngu hans.

Gray Maynard leit mjög vel út gegn Ross Pearson þangað til hann var rotaður. Maynard var kvikur, kom með góð högg og virtist vera í góðu formi þegar hakan sveik hann aftur. Þetta var þriðja tapið hans í röð eftir rothögg og það fjórða í síðustu fimm bardögum. Hugsanlega ætti Maynard að leggja hanskana á hilluna. Dagar hans í titilbaráttu eru svo sannarlega taldir.

Ross Pearson Finishes Gray Maynard UFC Fight Night Bangor
Ross Pearson kláraði Gray Maynard í 2. lotu.

Ross Pearson leit hins vegar vel út og gæti verið að toppa núna. Hann hefur slegið niður andstæðinga sína í fjórum af síðustu fimm bardögum og kemst sennilega á topp 15 í léttvigtinni eftir þennan sigur. Þetta var fín leið fyrir Pearson að gleyma “tapinu” gegn Diego Sanchez fyrr í sumar.

Tim Boetsch, þvílíkur nagli! Aftur kemur Tim Boetsch til baka í bardaga þar sem hann var í miklum vandræðum og nær að snúa taflinu við og sigra. Brad Tavares hafði yfirhöndina nánast allan bardagann og var Boetsch með 2-3 skurði á andlitinu strax eftir fyrstu lotuna. Eitt högg frá Boetsch sendi Tavares niður og endaði Boetsch á að sigra eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamanninn Boetsch en fram að þessum bardaga hafði hann tapað þremur af síðustu fjórum bardögum. Hann getur nú haldið starfi sínu öruggu að sinni.

Næstu helgi eru tvö bardagakvöld, annað í Macau og hitt í Bandaríkjunum. Það er því nóg framundan í bardagaheiminum.

Tim Boetsch KO Brad Tavares UFC Fight Night Bangor
Tim Boetsch sigrar Brad Tavares.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular