spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Cerrone vs. Oliveira

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Cerrone vs. Oliveira

donald cerrone cowboy oliveiraUFC hélt bardagakvöld í Pittsburgh í gær þar sem þeir Donald Cerrone og Alex Oliveira mættust í aðalbardaga kvöldsins. Það er svo sem ekki margt að ræða eftir bardagakvöldið en hér er svona það helsta.

Donald Cerrone sigraði Alex Oliveira með glæsilegri „triangle“ hengingu í fyrstu lotu. Þetta var 16 sigur hans með uppgjafartaki á ferlinum og sýndi enn og aftur hve hættulegur hann er í gólfinu.

Þetta var svona ekta Cerrone bardagi. Andstæðingur sem Cerrone á að vinna og það gerði hann og kláraði hann tiltölulega snemma. Svo getur hann tekið annan bardaga í næsta mánuði ef hann nennir. Þessi bardagi snérist um að hafa gaman hjá Cerrone og virtist hann skemmta sér ágætlega í frumraun sinni í veltivigt.

Dómarinn Mario Yamasaki var full sofandi er Oliveira tappaði út og þurfti Cerrone að benda honum á að Oliveira væri að gefast upp. Yamasaki fékk í kjölfarið mikla gagnrýni frá forseta UFC, Dana White.

Bæði Cerrone og Oliveira kalla sig kúreka og skörtuðu þeir báðir kúrekahöttum eftir bardagann. Það hefði svo sannarlega verið fjöður í hatt Oliveira ef hann hefði unnið Cerrone. Því miður tapaði hann en fékk þó bókstaflega fjöður í kúrekahatt sinn frá Cerrone eftir bardagann sem var skemmtilegt. Oliveira tók bardagann með skömmum fyrirvara og var Cerrone honum þakklátur fyrir að hafa tekið bardagann.

Þrátt fyrir sigurinn var þetta besta augnablik gærkvöldsins hjá Cerrone.

Best part of my night. Walking hand in hand with my number 1 Fan and Granny

A photo posted by Donald Cerrone (@cowboycerrone) on

Derek Brunson minnti aftur á sig í gær með sigri á Roan Carneiro eftir 2:38 í fyrstu lotu. Þetta var þriðji sigur hans í röð með tæknilegu rothöggi og spurning hvort hann fái ekki næst stærri áskoranir í millivigtinni. Brunson hefur hægt og rólega komið sér í 6-1 í UFC þar sem eina tapið hans kom gegn Yoel Romero. Brunson er sem stendur í 13. sæti styrkleikalistans, með fjóra sigra í röð og spurning hversu langt þessi 32 ára bardagamaður kemst.

Cody Garbrandt átti mjög góða frammistöðu gegn BJJ heimsmeistaranum Augusto ‘Tanquinho’ Mendes og rotaði hann eftir 4:18 í fyrstu lotu. Garbrandt er núna 8-0 á ferlinum og með þrjá sigra í UFC. Hann mun að öllum líkindum fá John Lineker aftur næst en þeir áttu að mætast í gær áður en Lineker veiktist. Þá átti Chris Camozzi einnig mjög góða frammistöðu þegar hann kláraði Joe Riggs á 26 sekúndum.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í London á laugardaginn þegar Anderson Silva og Michael Bisping eigast við.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular