spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Overeem vs. Oleinik

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Overeem vs. Oleinik

Um páskahelgina var UFC með lítið bardagakvöld í Rússlandi. Það var ekki mikið um stór nöfn á kvöldinu en bardagarnir voru nokkuð skemmtilegir.

Alistair Overeem kláraði Alexei Oleinik með tæknilegu rothöggi í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik byrjaði þetta mjög vel og Overeem virtist vera í vandræðum á tímapunkti. Hann varðist hins vegar vel og sótti til baka á réttum tímapunkti.

Sigurinn hans Overeem var hans 45. í MMA. Þessi 38 ára gamli bardagamaður virðist ekkert vera á því að hætta og er fínt að sjá hann gegn andstæðingum eins og Oleinik sem eru ekki líklegir til að rota hann.

Það er aðdáunarvert að sjá Overeem berjast svona mikið og hafa gert svo lengi. Hann var rétt skriðinn yfir tvítugt þegar hann var í PRIDE á sínum tíma og enn er hann að berjast. Hann hefur samt verið rotaður 13 sinnum í MMA og þrisvar í kickboxi. Það er hættulega mikið og hreinlega spurning hversu lengi hann mun halda áfram að berjast. Hvenær verða þetta of mörg rothögg að mati Overeem? Það kæmi manni líka ekki neitt á óvart ef Overeem myndi hætta en birtast svo allt í einu í Rizin eða ONE skömmu síðar með öll nýjustu vítamínin.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Islam Makhachev sigra Arman Tsarukyan í frábærum glímubardaga. Þetta var fyrsti bardagi Arman og er þetta eins gott tap og það verður. Islam er frábær glímumaður og Arman náði að hanga með Islam í glímunni ansi vel. Frábær frumraun hjá Arman þrátt fyrir tapið og spurning hvernig honum muni vegna í UFC.

Islam er síðan kominn með fimm sigra í röð í léttvigtinni og hefur unnið sex af sjö bardögum sínum í UFC. Islam tapaði óvænt í öðrum bardaga sínum í UFC þegar hann var rotaður af Adriano Martins og datt hæpið aðeins niður eftir það. Hann hefur hins vegar sýnt að hann er geggjaður bardagamaður og á skilið að fá stærri nöfn en nýliða eins og Arman Tsarukyan. Það er sennilega ekkert rosalega löng röð af mönnum sem vilja berjast við Islam en það væri ógeðslega gaman að sjá Islam fara á móti öðrum frábærum glímumanni eins og Gregor Gillespie. Það væri alvöru glímubardagi, Rússland gegn Bandaríkjunum!

Annars var gaman að sjá nýliða standa sig vel og þessa minni spámenn. Roxanne Modafferi náði ansi óvæntum sigri þegar hún vann Antoniu Shevchenko. Modafferi er ekki góð standandi en náði að pressa Antonio að búrinu þar sem hún nýtti sér yfirburðar glímugetu sína. Movsar Evloev náði mjög sannfærandi sigri á öðrum nýliða í frumraun sinni og Sergei Pavlovich náði í sinn fyrsta sigur í UFC með rothöggi eftir aðeins 66 sekúndur. Pavlovich tapaði fyrir Overeem í sínum fyrsta bardaga í UFC en gæti alveg komist fljótt á topp 10 í þungavigtinni innan tíðar.

Næsta bardagakvöld UFC er á laugardaginn þar sem Ronaldo ‘Jacare’ Souza mætir Jack Hermansson í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular